Myndarleg helgarlægð

Svo virðist sem föstudagurinn (18.september) verði hægur - en þeir sem rýna þá í himininn munu sjá háský þeytast yfir himininn á 180 km hraða á klukkustund frá vestri til austurs - útjaðar myndarlegs lægðakerfis sem kemur inn á Grænlandshaf úr suðri. Laugardagurinn fer í landsynning þessarar lægðar - hann er blautur að vanda á landinu sunnan- og vestanverðu.

w-blogg180915a

Kortið sýnir hugmynd evrópureiknimiðstöðvarinnar um stöðuna kl. 18 síðdegis á laugardag. Þá er úrkoma og vindur sennilega nærri hámarki.

Lægðin á síðan að grynnast ört og þokast austur. Hefðbundinn útsynningur kemur ekki. Mjög hlýtt loft fylgir lægðinni en það fer fljótt hjá - en raunhæfur möguleiki er á 18 til 21 stigs hita norðaustanlands á laugardaginn þar sem þykktinni er spáð í 5560 metra og mættishita í 850 hPa verður meiri en 20 stig undir kvöld. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg080125a
  • w-blogg070125hb
  • w-blogg070125ha
  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 238
  • Sl. sólarhring: 393
  • Sl. viku: 3331
  • Frá upphafi: 2431215

Annað

  • Innlit í dag: 162
  • Innlit sl. viku: 2641
  • Gestir í dag: 152
  • IP-tölur í dag: 144

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband