Einkunn sumarsins í Reykjavík 2015

Ritstjóri hungurdiska hefur nú reiknað sumareinkunn Reykjavíkur á sama hátt og gert hefur verið undanfarin ár. Leggja verður áherslu á að hér er um leik að ræða en ekki endanlegan dóm, enda smekkur misjafn. Aðferðinni er lauslega lýst í viðhengi, þar er einnig listi um einkunn einstakra mánaða og ára.

Sumarið 2015 kemur vel út í Reykjavík - eins og sjá má á línuritinu.

sumareinkunn_1923-2015_rvk

Lárétti ásinn sýnir tíma - sá lóðrétti sumareinkunn. Hæsta mögulega einkunn er 48, en sú lægsta núll. Sumarið 2009 fær hæstu einkunnina, 41, en sumrin 1928 og 1931 fylgja fast á eftir. Öll sumur áranna 2007 til 2012 eru með meira en 35 í einkunn. Þetta tímabil er einstakt. Sumarið 1983 er á botninum. 

Mikil umskipti urðu 2013. Þá kom hraklegasta sumar í Reykjavík í nærri 20 ár. Sumarið í fyrra (2014) þótti einnig fá heldur laka einkunn - þó náði hún meðallagi áranna 1961 til 1990 (græn strikalína á myndinni).

En sumarið í sumar er með 31 í einkunn - hefði talist með bestu sumrum á kalda skeiðinu 1965 til 1995 - og í góðum hóp á hlýskeiði fyrr á öldinni - en jafnast ekki á við öndvegissumrin 2007 til 2012. 

Rauði ferillinn sýnir 10-ára meðaltöl og tímabilaskiptingin kemur vel fram. 

Á Akureyri er sumarið í sumar neðarlega á lista. Virðist fá lægstu einkunn allra sumra frá 1993 að telja.

Fyrir viku (2. september) var fjallað um sumardagatalningar í Reykjavík og á Akureyri. Kom þar fram að slíkir dagar hafa verið fáir á Akureyri í sumar. Þeir voru þá orðnir 15. Nú hafa sex bæst við og sumarið 2015 hefur aðeins bætt sinn hlut, aldrei að vita nema enn fleiri bætist við.

Nördin huga að viðhenginu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki skulum við leiðast sumarið ekki afleit þó það ringdi hagli og eldíngum það var vorið sem var leiðinlegt. nú virðist el nino vera að færast uppá skaftið, við skulum vona að það boði ekkert læmt

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 9.9.2015 kl. 22:40

2 identicon

þetta er nú allt afstætt svosem. Mér þykir rigningin og vindurinn, þokan og súldin gott veður. Jafn leiðinlegt er stanslaus brunaþurrkur og mikill hiti. Kannski er ég skrýtinn? Best er sennilega blanda af "góðu" og vondu.

Óðinn (IP-tala skráð) 9.9.2015 kl. 23:25

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rigning og vindur Óðinn, já besta veður fyrir innipúka,svo róandi og myndar höfga líklga eitthvað svipað og fær kisur til að mala.

Helga Kristjánsdóttir, 10.9.2015 kl. 01:16

4 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Ekki hef ég orðið var við geitunga í sumar, getur verið kaldari sumur séu að hafa áhrif á stofn þeirra ?

Stefán Þ Ingólfsson, 10.9.2015 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg080125a
  • w-blogg070125hb
  • w-blogg070125ha
  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 240
  • Sl. sólarhring: 392
  • Sl. viku: 3333
  • Frá upphafi: 2431217

Annað

  • Innlit í dag: 164
  • Innlit sl. viku: 2643
  • Gestir í dag: 153
  • IP-tölur í dag: 145

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband