7.9.2015 | 02:08
Óróleg vika framundan?
Næstu dagar gætu orðið mjög órólegir í veðri, hvassviðri, rigning og hiti.
Mjög hlýtt var víða um land í dag (sunnudag 6. september), sérstaklega eystra þar sem hiti komst yfir 20 stig á allmörgum stöðvum og hæst í 22,9 stig á Seyðisfirði. Það jafnar hæsta hita ársins á landinu til þessa, en hann mældist fyrir nokkrum dögum á Sauðanesvita.
Hitamet septembermánaðar féllu 13 stöðvum, þar af á nokkrum sem mælt hafa lengi, það eru: Papey (1998), Bjarnarey (1996), Eskifjörður (1998), Egilsstaðaflugvöllur (1998) og Hallormsstaður (1997). Hitinn á Egilsstaðaflugvelli var lítillega hærri í dag (22,0 stig) heldur en það hæsta sem þar mældist á mönnuðu stöðinni í september (21,9 stig, 5. september 1958). Þetta var alvöruhitaskot - þetta var hæsti hiti ársins á 25 stöðvum - og 16 vegagerðarstöðvum að auki - spurning hvort eitthvað verður bætt um betur úr þessu - aldrei þó að vita.
Almennt eru spár á því að ekki verði hámark morgundagsins (mánudags) alveg jafnhátt, en samt er alveg möguleiki á því. Bæði þykkt (sem mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs) sem og mættishiti í 850 hPa spá sýna vænlegar tölur.
Sá má mættishitakort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl. 18 á morgun hér að neðan. Mættishiti segir til um hver hiti lofts sem statt er í 850 hPa hæð (á kortinu í um 1500 metrum yfir sjávarmáli) yrði ef takast mætti að draga það niður í 1000 hPa - án innblöndunar. Í reynd er þetta nokkuð erfitt verkefni - vind þarf til - hentug fjöll og fjallabylgjur - og helst sólskin líka. Fer þetta sjaldan saman - en aldrei þó að vita.
Hér má sjá að mættishiti yfir Austfjörðum verður í hæstu hæðum á morgun. Einhvern veginn svona - eða heldur betri - hafa skilyrðin verið þegar landshitamet septembermánaðar var sett á sínum tíma, 12. dag mánaðarins, 1949. Þá var þykktin að vísu enn meiri en spáð er á morgun - 5626 metrar þar sem mest var við landið (samkvæmt endurgreiningu bandarísku veðurstofunnar). Á morgun er þykktarhámarkið um 5800 metrar.
En raunverulegur möguleiki er á því að hitinn verði sá hæsti á landinu á árinu á morgun (mánudag). - En við verðum bara fyrir hóflegum vonbrigðum gerist það ekki - líkur eru minni en meiri.
En hlýindin eystra standa líka á þriðjudag - og aðfaranótt miðvikudags - staðbundin septembermet eru möguleg allan þann tíma. Þá á erfið lægð að koma sunnan úr höfum. Hún er erfið bæði vegna þess að henni gæti fylgt verulegt hvassviðri - en líka vegna þess að reiknimiðstöðvar virðast ekki ná mjög góðu taki á henni - hún gæti hreinlega gufað upp.
Hluti vandans er að hún er rétt svo að verða til - og óvenjulangt suður í hafi. Það er mjög erfitt að koma kröppum lægðum þessa leið - nánast ekki hægt. Seint annað kvöld verður komið fárviðri í kringum lægðina (sé að marka evrópureiknimiðstöðina) og sýnir kortið hér að neðan stöðuna á miðnætti.
Jafnþrýstilínur eru heildregnar, strikalínur sýna þykktina og litir þrýstibreytingu síðustu 12-klukkustundir. Af litum og þrýstilínum má sjá að hér er um óvenju krappa lægð að ræða miðað við septembermánuð. Hún stefnir norður.
En eins og áður sagði er mjög erfitt fyrir lægðir sem orðnar eru þetta djúpar og krappar á þessum slóðum að komast alla þessa leið. Reiknimiðstöðvar eru allar sammála um að hún grynnist mikið á þeirri leið - en sunnan og suðaustanveðrið á undan henni virðist eiga að halda styrk sínum að mestu óskertum - þar til lægðin er komin í námunda við Ísland um sólarhring síðar (á þriðjudagskvöld). - Þá gufar það upp.
Þriðja kortið sýnir vinda í 300 hPa á þriðjudagskvöld - þá er háloftaröstin rétt suðvestan við land - og hvassviðrið - ef það kemur á annað borð tengist henni náið. Enn er sem sagt von til þess að við sleppum.
Þetta er ekki sérlega aðlaðandi staða - en hlý er hún. Á sjávarmálskortinu hér að ofan er svo önnur lægð - við Nýfundnaland. Hún á að plaga okkur síðar í vikunni, dýpri en sú fyrri - en annarrar gerðar. Rétt að fylgjast með henni líka.
Útlit er því fyrir spennandi viku hjá þeim sem fylgjast náið með veðri (eins og venjulega).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 274
- Sl. sólarhring: 361
- Sl. viku: 3367
- Frá upphafi: 2431251
Annað
- Innlit í dag: 193
- Innlit sl. viku: 2672
- Gestir í dag: 177
- IP-tölur í dag: 170
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Það er samt betra að ekki sé um hart norðanskot að ræða. Allt er betra en kuldinn.Í rauninni finnst mér bara allt í lagi með þetta veður, tala nú ekki um þar sem best er og hlýjast.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.9.2015 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.