25.8.2015 | 02:33
Austan- og síðan norðaustanátt
Hlýtt loft er nú (seint á mánudagskvöldi 24. ágúst) er nú yfir landinu. Ekki er þó um nein afbrigðileg hlýindi að ræða - en samt með því hlýjasta í sumar. Í dag fór hiti á sjálfvirku stöðinni á Mánárbakka í 22,3 stig - og er það hæsti hiti sem mælst hefur á landinu öllu í sumar.
Þetta hlýja loft kemur úr austri - angi af miklum hlýjum hól eða hæð sem setið hefur um hríð yfir Skandinavíu. Þessi hóll er nú heldur að trosna í sundur - og heldur verður ánægjan skammvinn hér á landi - en er á meðan er.
Kortið sýnir stöðuna í 500 hPa-fletinum á morgun, þriðjudaginn 25. ágúst - í boði evrópureiknimiðstöðvarinnar. Jafnhæðarlínur eru heildregnar - af þeim ráðum við vindátt og vindstefnu, en þykktin er sýnd í lit. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Litakvarðinn skýrist sé myndin stækkuð.
Mikið lægðasvæði er sunnan við land og austanáttin norðan við það ber til okkar hlýja loftið. Þykktin yfir landinu er meiri en 5500 metrar - og á þessum árstíma er slíkt almenn ávísun á að hiti komist einhvers staðar á landinu yfir 20 stig - en til þess þarf vindur að blása af landi, og helst þarf líka að vera sólskin.
Við sjáum að lægðardrag teygir sig til norðausturs frá meginlægðinni - um Skotland. Þetta lægðardrag er á leið til norðvesturs og því fylgir mjög rakt loft sem mun um síðir ná til okkar - og jafnframt mun lægðardragið snúa áttinni meira til norðausturs.
Staðan á miðvikudaginn sést á kortinu hér fyrir neðan - þetta er hefðbundið sjávarmálskort með jafnþrýstilínum og úrkomusvæðum. Einnig má sjá hita í 850 hPa-fletinum markaðan með strikalínum.
Hér er úrkomusvæði komið upp að Norðausturlandi - sýnist vera býsna bústið. Vindur virðist vera stríður norðan og vestan lægðasvæðisins. Hér er kalda loftsins norður undan ekki farið að gæta - það kemur þegar vindur snýst meira til norðausturs - á fimmtudag og föstudag.
Á kortinu má sjá mikinn hæðarhrygg teygja sig yfir mestallt kortið vestanvert - alveg frá Baffinsflóa og suður til Nýfundnalands. Þessi hæðarhryggur er á leið til austurs og honum fylgir líka nokkuð hlýtt loft - sem gæti komist hingað um helgina - eða upp úr henni. Kuldakastið - ef yfirleitt úr því verður - stendur því stutt. Satt best að segja yrði nokkur tilbreyting að fá sæmilega hlýtt loft úr vestri - kannski að veðurbreyting verði á höfuðdaginn í ár?
Kortið hér að neðan er spá um veður þann dag (laugardag 29. ágúst).
Kalda loftið (ekki svo mjög kalt þó) er yfir landinu - en hlýrra loft úr vestri mjakast í átt til landsins.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 914
- Sl. sólarhring: 1116
- Sl. viku: 3304
- Frá upphafi: 2426336
Annað
- Innlit í dag: 814
- Innlit sl. viku: 2970
- Gestir í dag: 796
- IP-tölur í dag: 732
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Mér sýnist nú kuldaspáin alveg halda sér, þ.e. að mjög kalt loft komi yfir landið um helgina. Hitinn hér í Reykjavík fari alveg niður undir frostmark á sunnudagsmorgninum.
Þá er spáin eftir helgi ekki heldur burðug, hitinn rétt nær 10 stigum þegar best lætur hér á horninu. Vestanáttin verður nú ekki hlýrri en það.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 25.8.2015 kl. 07:27
Hitinn fór reyndar í 22,7 stig á mönnuðu stöðiunni á Mánárbakka.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.8.2015 kl. 10:06
Um hitann á mönnuðu stöðinni á Mánárbakka - og fleira - má lesa í pistli á fjasbókarútibúi hungurdiska.
Trausti Jónsson, 25.8.2015 kl. 10:50
Ef það verða nokkur ár svona í röð, - þá er ekki byggilegt á Norðanverðu landinu.
Svo ætla framsóknarmenn að stórauka hér landbúnaðarframleiðslu!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.8.2015 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.