Austanblær (?)

Lágþrýstisvæði er að grafa um sig fyrir sunnan land - og mun ráða veðri hér á landi næstu viku - í ýmsum myndum - kannski kemst það líka um tíma inn á land. - En því fylgir heldur hlýrra loft en verið hefur ríkjandi lengst af í sumar. Alvöruhlýindi eru þó varla á teikniborðinu í bili - en þykir okkur ekki flest yfir 15 stigum bara harla gott í sumar?

Allmargir landshlutar gætu fengið meir en 15 stig á morgun (miðvikudag 19. ágúst) - ekki alveg vonlaust með 20 stigin - alla vega segir evrópureiknimiðstöðin mættishitann í 850 hPa fara yfir 20 stig á miðvikudagskvöld - en svo kemur kaldara loft úr suðri og flæmir það hlýjasta á brott.

En lítum á spá reiknimiðstöðvarinnar um ástandið í 925 hPa-fletinum kl. 21 á miðvikudagskvöld.

w-blogg190815a

Heildregnu línurnar sýna hæð flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Það er 680 metra línan sem liggur um Reykjavík. Hefðbundnar vindörvar sýna vindátt og vindhraða - það er nokkuð ákveðin austanátt. Litafletir sýna hita - kvarðinn batnar sé kortið stækkað - og sé það gert má (með góðum vilja) sjá töluna 12,8 stig nærri Reykjavík - hátt í Esjuhlíðum. - Ef við svífum þaðan til sjávarmáls - yrði loftið - óblandað - tæpum 7 stigum hlýrra, þ.e. rétt tæp 20 stig. - En hér er klukkan orðin 21 - og, og, og ... 

Úrkomusvæði eru ekki langt undan - en eiga ekki að ná til landsins fyrr en um nóttina - nema hvað úrkomu er auðvitað spáð áveðurs - á Suðausturlandi í þessu tilviki.

Kortið að neðan gildir á sama tíma.

w-blogg190815b

Úrkomusvæðið bústna fyrir sunnan land er á hreyfingu norður og á að fara yfir landið aðfaranótt fimmtudags og á fimmtudaginn - hann er því ekki eins hlýindalegur - auk þess sem við sáum á hinu kortinu að heldur kaldara loft er þar sunnanvið. 

Ámóta úrkomusvæði og lægðir bíða síðan í röðum - snúast í kringum háloftalægðina miklu sem fastir lesendur sáu á korti í pistli gærdagsins - kannski við fáum einhverja hlýindamola? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 897
  • Sl. sólarhring: 1118
  • Sl. viku: 3287
  • Frá upphafi: 2426319

Annað

  • Innlit í dag: 797
  • Innlit sl. viku: 2953
  • Gestir í dag: 780
  • IP-tölur í dag: 718

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband