Tuttugustigaskortur

Hiti hefur ekki fariđ í 20 stig á landinu síđan 7. júlí - nú er 10. ágúst. Ţađ er harla óvenjuleg rýrđ. Tuttugustigadagarnir í júlí urđu ekki nema ţrír. Júlímeđaltal áranna frá 1996 (skeiđ sjálfvirka kerfisins) er 15,1 dagur. Ţađ var í júlí 1998 sem tuttugustigadagar sjálfvirku stöđvanna voru jafnfáir. 

En kerfin tvö, ţađ mannađa og sjálfvirka telja ekki alveg eins - á síđari árum er sjálfvirka kerfiđ mun ţéttara og nćr fleiri dögum en ţađ mannađa - en var frekar á hinn veginn fyrir 2004 - ţar á međal í júlí 1998, en ţá náđi mannađa kerfiđ 9 dögum. Viđ ţurfum ţví sennilega ađ leita enn lengra aftur til ađ finna jafnrýran tuttugustigajúlí, kannski var ţađ júlí 1985 ţegar mannađa kerfiđ sagđi dagana vera 2 - sömu tölu gaf júlí 1979 og í júlí 1970 var dagurinn ađeins einn. 

Sumariđ 2015 - hefur líka veriđ afskaplega tuttugustigarýrt ţađ sem af er - dagarnir ađeins orđnir 8 á sjálfvirku stöđvunum og ađeins 4 á ţeim mönnuđu (en í stórlega grisjuđu kerfi). 

Ársmeđalfjöldi tuttugustigadaga 1996 til 2014 er 32,6 á mönnuđu stöđvunum, en 36,5 á ţeim sjálfvirku. Međaltal áranna 1961 til 1990 er 21,0 - hlýskeiđiđ hefur ţví fćrt okkur ađ minnsta kosti 12 „aukatuttugustigadaga“ á ári á landsvísu, ţađ er 60 prósent „aukning“ - sýnd veiđi en ekki gefin.

En ekki í sumar - ţótt ţađ sé auđvitađ ekki búiđ. Međalfjöldi tuttugustigadaga fram til 10. ágúst 1996 til 2014 er 28,3 á sjálfvirku stöđvunum - rúmir ţrír fjórđu hlutar ársfjöldans eru ţví venjulega liđnir hjá ţegar hér er komiđ sumars. Ađ međaltali komu ađeins 8 dagar síđar á sumrinu. 

Á árunum 1961 til 1990 var međalfjöldi tuttugustigadaga til 10. ágúst 16,7 - ađeins 4,3 dagar ađ međaltali eftir ţađ sem lifir sumars. - En međaltöl eru bara međaltöl - áriđ 2003 komu 18 tuttugustigadagar eftir 10. ágúst og á mönnuđu stöđvunum hafa ţeir 11 sinnum orđiđ 10 eđa fleiri - á tímabilinu frá 1949. En - 8 sinnum komu engin 20 stig eftir 10. ágúst. 

Nćstu tíu daga eru ekki margir tuttugustigadagar í sigtinu - sé ađ marka spár - en ţeir gćtu ţó orđiđ einhverjir. - Hin köldu međaltöl segja ađ eftir séu um ţađ bil ţrír á árinu. - En erum viđ ekki á hlýskeiđi? Međaltal ţess segir ađ tíu tuttugustigadagar séu eftir á árinu. - Ţessi leikur er ekki á „lengjunni“ er ţađ?

Myndin sýnir „rétthugsanlegantuttugustigadag“ - miđvikudaginn 12. ágúst - í bođi ţykktarkorts evrópureiknimiđstöđvarinnar.

w-ecm0125_millikort_t850_gh1000-500_2015081000_066

En - lćgđin er djúp - mikiđ af skýjum og brćlu í lofti.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt! Eins og ég er alltaf ađ segja. Nýtt kuldatímabil er hafiđ (ekki korta-).

Mér sýnist ađ ţessi dagur, mánudagurinn 10. ágúst, sé sá kaldasti í tvo mánuđi hér á höfuđborgarsvćđinu. Ţá virđast sumariđ vera búiđ ţví langtímaspárnar eru ekki beysnar.

Viđ erum greinilega ekki lengur á hlýskeiđi!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 10.8.2015 kl. 18:49

2 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Verđ ađ viđurkenna ađ ég hugleiddi ţađ ađ senda son minn međ vetradekkin í farangrinum, ţegar hann fór í heimsókn vestur í Dýrafjörđ í gćr.

En mér fannst ég dálítiđ klikkuđ ađ hugsa ţetta, og ađ ţá fengi ég nú bara enn einn klikkunar-stimpilinn, og var eiginlega sammála ţeim stimpli.

Ţađ virđist ćtla ađ verđa napurt, ţurrt, frekar bjart, og kalt haust.

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 11.8.2015 kl. 00:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.1.): 265
  • Sl. sólarhring: 273
  • Sl. viku: 2982
  • Frá upphafi: 2427312

Annađ

  • Innlit í dag: 241
  • Innlit sl. viku: 2678
  • Gestir í dag: 221
  • IP-tölur í dag: 218

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband