10.8.2015 | 16:52
Tuttugustigaskortur
Hiti hefur ekki farið í 20 stig á landinu síðan 7. júlí - nú er 10. ágúst. Það er harla óvenjuleg rýrð. Tuttugustigadagarnir í júlí urðu ekki nema þrír. Júlímeðaltal áranna frá 1996 (skeið sjálfvirka kerfisins) er 15,1 dagur. Það var í júlí 1998 sem tuttugustigadagar sjálfvirku stöðvanna voru jafnfáir.
En kerfin tvö, það mannaða og sjálfvirka telja ekki alveg eins - á síðari árum er sjálfvirka kerfið mun þéttara og nær fleiri dögum en það mannaða - en var frekar á hinn veginn fyrir 2004 - þar á meðal í júlí 1998, en þá náði mannaða kerfið 9 dögum. Við þurfum því sennilega að leita enn lengra aftur til að finna jafnrýran tuttugustigajúlí, kannski var það júlí 1985 þegar mannaða kerfið sagði dagana vera 2 - sömu tölu gaf júlí 1979 og í júlí 1970 var dagurinn aðeins einn.
Sumarið 2015 - hefur líka verið afskaplega tuttugustigarýrt það sem af er - dagarnir aðeins orðnir 8 á sjálfvirku stöðvunum og aðeins 4 á þeim mönnuðu (en í stórlega grisjuðu kerfi).
Ársmeðalfjöldi tuttugustigadaga 1996 til 2014 er 32,6 á mönnuðu stöðvunum, en 36,5 á þeim sjálfvirku. Meðaltal áranna 1961 til 1990 er 21,0 - hlýskeiðið hefur því fært okkur að minnsta kosti 12 aukatuttugustigadaga á ári á landsvísu, það er 60 prósent aukning - sýnd veiði en ekki gefin.
En ekki í sumar - þótt það sé auðvitað ekki búið. Meðalfjöldi tuttugustigadaga fram til 10. ágúst 1996 til 2014 er 28,3 á sjálfvirku stöðvunum - rúmir þrír fjórðu hlutar ársfjöldans eru því venjulega liðnir hjá þegar hér er komið sumars. Að meðaltali komu aðeins 8 dagar síðar á sumrinu.
Á árunum 1961 til 1990 var meðalfjöldi tuttugustigadaga til 10. ágúst 16,7 - aðeins 4,3 dagar að meðaltali eftir það sem lifir sumars. - En meðaltöl eru bara meðaltöl - árið 2003 komu 18 tuttugustigadagar eftir 10. ágúst og á mönnuðu stöðvunum hafa þeir 11 sinnum orðið 10 eða fleiri - á tímabilinu frá 1949. En - 8 sinnum komu engin 20 stig eftir 10. ágúst.
Næstu tíu daga eru ekki margir tuttugustigadagar í sigtinu - sé að marka spár - en þeir gætu þó orðið einhverjir. - Hin köldu meðaltöl segja að eftir séu um það bil þrír á árinu. - En erum við ekki á hlýskeiði? Meðaltal þess segir að tíu tuttugustigadagar séu eftir á árinu. - Þessi leikur er ekki á lengjunni er það?
Myndin sýnir rétthugsanlegantuttugustigadag - miðvikudaginn 12. ágúst - í boði þykktarkorts evrópureiknimiðstöðvarinnar.
En - lægðin er djúp - mikið af skýjum og brælu í lofti.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:54 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 260
- Sl. sólarhring: 265
- Sl. viku: 1822
- Frá upphafi: 2452928
Annað
- Innlit í dag: 247
- Innlit sl. viku: 1689
- Gestir í dag: 236
- IP-tölur í dag: 231
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Einmitt! Eins og ég er alltaf að segja. Nýtt kuldatímabil er hafið (ekki korta-).
Mér sýnist að þessi dagur, mánudagurinn 10. ágúst, sé sá kaldasti í tvo mánuði hér á höfuðborgarsvæðinu. Þá virðast sumarið vera búið því langtímaspárnar eru ekki beysnar.
Við erum greinilega ekki lengur á hlýskeiði!
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 10.8.2015 kl. 18:49
Verð að viðurkenna að ég hugleiddi það að senda son minn með vetradekkin í farangrinum, þegar hann fór í heimsókn vestur í Dýrafjörð í gær.
En mér fannst ég dálítið klikkuð að hugsa þetta, og að þá fengi ég nú bara enn einn klikkunar-stimpilinn, og var eiginlega sammála þeim stimpli.
Það virðist ætla að verða napurt, þurrt, frekar bjart, og kalt haust.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.8.2015 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.