Fyrstu 15 vikur sumars

Enn tökum við stöðuna á íslenska sumrinu (að hefðbundnu tali), en nú eru liðnar af því 15 vikur. Svo vel(?) vill til - eins og margir lesendur muna - að kuldakast hófst einmitt á sumardaginn fyrsta. Segja má að það hafi staðið linnulítið síðan á landinu norðan- og austanverðu, en syðra hefur sloppið heldur betur til.

Nú er svo komið að þessi tími er á Akureyri sá þriðji kaldasti síðustu 67 árin (frá og með 1949) - en í Reykjavík er hann í 10. neðsta sæti. 

Myndin sýnir meðalhita fyrstu 15 vikna sumars á Akureyri á þessu tímabili.

Hiti á Akureyri fyrstu 15 vikur sumars 1949 til 2015

Lárétti ásinn sýnir (að vanda) árin, en sá lóðrétti meðalhita í °C. Fyrstu 15 vikur sumars 2014 voru þær langhlýjustu á tímabilinu öllu - en heldur bregður við í ár og þarf að leita allt aftur til 1993 að nokkru viðlíka - og aftur til 1979 til að finna kaldara sumar. Sumarið 1967 var einnig harla laklegt sömu vikurnar. 

Hitinn á Akureyri hefur í sumar og vor verið um -1,7 stigum undir meðallagi tímabilsins alls, en -0,8 í Reykjavík, þar sem fara þarf aftur til 1993 til að finna kaldara. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10207782175055293&set=a.1084331831471.14108.1321645097&type=1&theater

Og svo hefur ekki hlýnað á jörðinni síðan 1997, eins og sjá má á mynd sem Ágúst H. Bjarnason birtir á fb-síðu sinni. Eitthvað er það nú ekki í samræmi við spár. :) 

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.8.2015 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • egilsstadaflugvollur-1960-09-23
  • w_2009-kort-2
  • Slide5
  • Slide4
  • Slide3

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 173
  • Sl. sólarhring: 331
  • Sl. viku: 1007
  • Frá upphafi: 2488544

Annað

  • Innlit í dag: 163
  • Innlit sl. viku: 883
  • Gestir í dag: 162
  • IP-tölur í dag: 162

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband