7.8.2015 | 01:24
Fyrir sunnan land
Útlit er fyrir að lægð helgarinnar fari fyrir sunnan land - sem þýðir að vætutíðin heldur áfram um landið norðaustan- og austanvert. Sjá má frumvarp evrópureiknimiðstöðvarinnar um stöðuna síðdegis á laugardag (8. ágúst) á kortinu hér að neðan.
Jafnþrýstilínur eru heildregnar, hiti í 850 hPa er sýndur með mislitum strikalínum, frostmarkslínan er grænleit - en þær sem sýna hita ofan frostmarks eru rauðar - og bláar línur merkja hita neðan þess. Úrkoma er sýnd með litum - grænt yfir í blátt (sjá kvarðann).
Lægðarmiðjan er hér beint sunnan við land á leið norðaustur - ætli veður verði samt ekki sæmilegt um meginhluta landsins mestallan laugardaginn - helst að hann blási allra syðst á landinu - og sums staðar suðaustanlands. Rigningin nær eitthvað inn á land - verður væntanlega mest á Suðausturlandi - og síðar á Austfjörðum og Norðausturlandi.
Þetta er býsna öflug lægð miðað við árstíma - en fer að grynnast á laugardagskvöld. Þeir sem treysta sér til að rýna í kortið sjá að hiti í 850 hPa er meiri en 20 stig í Mið-Evrópu - þykktin er þar meiri en 5700 metrar - veðurstofur flagga rauðum hitamæli á viðvörunarskiltum - en lítill kuldapollur veldur úrhelli í Pýreneafjöllum og Suður-Frakklandi - evrópskir spáveðurfræðingar hafa úr nægilegu að moða næstu vikuna.
Örin efst til vinstri bendir á kuldapollinn haustgrun fyrsta - en rétt er að gefa honum gaum næstu daga. Þar má, ef vel er að gáð, sjá -5 stiga línuna. Á suðurvæng pollsins er líka mjög hlýtt loft, meir en +10 stig í 850 hPa - og sjá má mikla bleytu og orkuríkt umhverfi við Nýfundnaland. - Reiknimiðstöðvar hafa ekki ákveðið hvort eitthvað að ráði verður til úr stefnumótum eftir helgi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 265
- Sl. sólarhring: 267
- Sl. viku: 2982
- Frá upphafi: 2427312
Annað
- Innlit í dag: 241
- Innlit sl. viku: 2678
- Gestir í dag: 221
- IP-tölur í dag: 218
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Spárnar frá ECMWF virðast gera ráð fyrir að veðrakerfin dragi kuldapollinn, sem þú kallar svo skemmtilega "haustgrun 1" suðaustur yfir Grænlandsjökul og yfir á okkur þegar líður á næstu viku. Skyldi þó ekki fara svo að um miðjan mánuðinn fáum við fyrsta alvöru hausthretið?
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 7.8.2015 kl. 17:11
Reiknimiðstöðvar hringla með framhaldið - samkomulag er um að pollurinn komi hingað - en gæti verið orðinn alveg tannlaus - eða hann þá misst af stefnumótum við hlýtt og rakt loft sem nauðsynleg eru í þessu tilviki til að búa til djúpa lægð/lægðir í honum. Vonandi er sumarið ekki búið - það er ólíklegt að svo sé.
Trausti Jónsson, 7.8.2015 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.