Lægð úr norðaustri

Á aðfaranótt sunndags virðist lægð eiga að fara til suðvesturs yfir landið vestanvert. Lægðir sem fara til suðvesturs eiga oftast erfitt uppdráttar - og þessi er ein af þeim. Reiknimiðstöðvar eru ekki alveg sammála um hvernig eigi að taka á þessu. Ekkert mun ritstjóri hungurdiska fullyrða heldur - en hér er alla vega spákort evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl. 18 á laugardag.

w-blogg300715a

Lægðin er hér skammt norðaustan við land - á leið suðvestur - en síðdegis á sunnudag verður hún orðin að lægðardragi fyrir suðvestan lands (sé eitthvað að marka þetta). Nokkur úrkomuhnútur fylgir lægðinni og þar með vindstrengur - hans gætir um landið norðvestanvert - nái hann inn á land á annað borð.

Vestan og norðan við lægðina er töluvert hlýrra loft en hefur verið yfir okkur að undanförnu - en því miður sést víst lítið af því hér á landi - en kannski koma samt eitthvað hlýrri dagar en verið hefur - en við verðum að láta það liggja á milli hluta í bili. 

En lægðin ryður á undan sér leifum kaldasta loftsins fyrir norðan land og eru þær yfir landinu á laugardaginn - sé að marka spána.

Langt suður í hafi er svo mjög vaxandi lægð - hún verður nægilega djúp til þess að geta gert eitthvað í málinu - strandi hún sunnan við land - en fari hún til norðurs fyrir austan landið - eins og talið er líklegra nú - styrkir hún og framlengir norðaustanáttina. Annars þýðir ekkert að vera að mala um slíkt nú - við getum vel látið það bíða í nokkra daga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Okt. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg191019b
 • w-blogg191019a
 • w-blogg141019a
 • w-blogg131019c
 • w-blogg131019b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (20.10.): 59
 • Sl. sólarhring: 387
 • Sl. viku: 2362
 • Frá upphafi: 1842225

Annað

 • Innlit í dag: 48
 • Innlit sl. viku: 2120
 • Gestir í dag: 48
 • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband