24.7.2015 | 02:07
Af hæsta hita ársins (til þessa) á einstökum veðurstöðvum
Fyrir nokkru var á þessum vettvangi farið yfir hæsta hita ársins á einstökum veðurstöðvum og hvenær hann hafi mælst. Í viðhenginu er listi sem nær til allra veðurstöðva landsins.
Taflan hér að neðan sýnir stöðuna á mönnuðu stöðvunum.
ár | mán | dagur | klst | hæst °C | stöð | |
2015 | 6 | 28 | 18 | 21,8 | Stafholtsey | |
2015 | 6 | 26 | 18 | 20,5 | Akureyri | |
2015 | 6 | 27 | 18 | 20,3 | Ásgarður | |
2015 | 7 | 4 | 18 | 19,8 | Hjarðarland | |
2015 | 6 | 26 | 18 | 19,7 | Bláfeldur | |
2015 | 6 | 26 | 18 | 19,4 | Reykjavík | |
2015 | 6 | 26 | 18 | 19,2 | Bergstaðir | |
2015 | 6 | 27 | 18 | 19,2 | Bergstaðir | |
2015 | 6 | 27 | 18 | 19,0 | Hólar í Dýrafirði | |
2015 | 6 | 26 | 18 | 19,0 | Mánárbakki | |
2015 | 7 | 4 | 18 | 18,7 | Grímsstaðir | |
2015 | 7 | 4 | 18 | 18,6 | Eyrarbakki | |
2015 | 4 | 18 | 18 | 18,2 | Skjaldþingsstaðir | |
2015 | 6 | 27 | 9 | 17,5 | Stykkishólmur | |
2015 | 4 | 18 | 18 | 17,3 | Miðfjarðarnes | |
2015 | 6 | 30 | 18 | 17,1 | Keflavíkurflugvöllur | |
2015 | 2 | 9 | 9 | 16,8 | Dalatangi | |
2015 | 7 | 5 | 9 | 16,5 | Bolungarvík | |
2015 | 6 | 18 | 18 | 16,4 | Höfn í Hornafirði | |
2015 | 6 | 16 | 18 | 15,6 | Sauðanesviti | |
2015 | 7 | 3 | 18 | 15,5 | Vatnsskarðshólar | |
2015 | 6 | 19 | 18 | 13,0 | Litla-Ávík |
Stöðvarnar eru 21, þar af eiga aðeins 5 hæstan hita í júlí - en flestar í júní. Á Dalatanga er 9. febrúar enn „hlýjasti“ dagur ársins, og á Skjaldþingsstöðum og í Miðfjarðarnesi hafa enn ekki komið hlýrri dagar en 18. apríl. Dalatangi er þekktur ólíkindastaður hvað hámörk varðar - en heldur er þetta öfugsnúið á hinum stöðvunum tveimur. - En þeir hljóta að eiga eftir að bæta sig.
Á mönnuðu stöðvunum á Stafholtsey enn hæstu töluna, 21,8 stig - en Litla-Ávík situr á botninum. Þar hefur hiti enn ekki komist í meir en 13,0 stig. Í Reykjavík stendur talan í 19,4 stigum - það er reyndar ekki fjarri miðgildi síðustu 50 ára, það er 18,9 stig. Miðgildið segir til um miðju dreifingarinnar - hæsti hiti ársins hefur síðustu 50 árin í helmingi tilvika verið 18,9 stig eða meiri - en í helmingi lægri. Síðast var það 2006 að hæsti hiti ársins varð lægri en það sem best hefur verið til þessa í ár.
Lægsta árshámark í Reykjavík frá upphafi samfelldra hámarksmælinga 1920 er 14,7 stig, það var 1921 sem skilaði svo lélegum árangri, næst koma svo 15,6 stig 1973 og 1989.
Listinn í viðhenginu nær, eins og áður sagði til allra stöðva, nördin geta þar starað úr sér augun að vild. Hæsti hiti landsins á árinu til þessa mældist í Húsafelli 26. júní - hiti hefur komist í 20 stig á rúmlega 20 stöðvum, en 24 hafa ekki enn náð 15. Ein hefur ekki náð 10 stigum - það er stöðin á Brúarjökli, 9,5 stig eru enn það mesta þar - mældist í mars og aftur í maí.
Á vegagerðarstöðvunum er Kolás í Borgarfirði með hæstu töluna, 21,5 stig - 26. júní (sama dag og hámarkið í Húsafelli). Ein vegagerðarstöð, Steingrímsfjarðarheiði, hefur enn ekki náð 10 stigum, 9,8 stig er hæsta talan þar - mældist 4. júlí.
Á sjálfvirku stöðvunum á apríl enn hæstu töluna á einum 14 stöðvum (11 á Austurlandi auk Raufarhafnar, Grímseyjar og Hornbjargsvita). Hlýi febrúardagurinn á enn hæsta hámarkið á Dalatanga, í Vattarnesi og Seley. - En þetta getur varla orðið lokaniðurstaða ársins - eða hvað? Hvaða stöðvar skyldu það annars vera sem nú þegar hafa fengið hlýjasta dag ársins? Veðbankar í Englandi geta e.t.v. sinnt því máli?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 161
- Sl. sólarhring: 230
- Sl. viku: 1723
- Frá upphafi: 2452829
Annað
- Innlit í dag: 152
- Innlit sl. viku: 1594
- Gestir í dag: 149
- IP-tölur í dag: 148
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
átta mig ekki á þegar veðurfræðíngar tala um útrænu hér á bæ er telað um útrænu þegar kemur sunnan eða suðvestan átt um kl. 4 um dagin eftir að hann gefur staðið að norðan allan dagin. sem táknar þurk dagin eftir. mér virðist veðurfræðíngar skilgreina það öðruvísi. hverskonar veður er útræna í veðurfræði. er það vindur af hafi ?.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.7.2015 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.