Þriggja mánaða kuldi

Kuldarnir sem hófust á sumardaginn fyrsta eru nú búnir að standa í þrjá mánuði, fyrstu 13 vikur sumars að fornu tali. Rétt er að líta á hvernig þetta tímabil kemur út í samanburði við síðustu 67-árin.

Við lítum á meðalhita í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum. Seint í júní sveigði versti kuldinn frá suðvesturhorni landsins og útkoman þar er því ekki alveg jafnslæm og á landinu norðan- og austanverðu. 

Fyrsta myndin sýnir hita í Reykjavík. 

w-blogg220715rvk

Strikalinan sem dregin er þvert yfir myndina sýnir hitann í ár. Sami tími í fyrra var hlýr í Reykjavík, nærri því eins og 2010 sem er hlýjastur. Við þurfum að fara allt aftur til 1992 til að finna jafnlága tölu og nú - en þó er munur vart marktækur næstu árin á eftir. Nokkrum sinnum var áberandi kaldara en nú, langkaldast 1979 og svo í upphafi línuritsins, 1949, slæmt var líka 1983 og 1989. 

Þetta lítur enn óhagstæðara út á Akureyri.

w-blogg220715ak

Vel sést hversu hitinn var ofboðslega afbrigðilegur á Akureyri á sama tíma í fyrra. Hrapið er mikið. Við þurfum að leita aftur til 1981 og 1983 til að finna svipaðan kulda og nú, en mun kaldara var 1979 - rétt eins og í Reykjavík. 

Síðasta mynd dagsins sýnir hitann á Egilsstöðum - á þeim slóðum og í efri byggðum norðaustanlands hafa neikvæð hitavik verið hvað mest að undanförnu. Egilsstaðaröðin byrjar hér 1955 - erfitt hefur reynst að samræma eldri mælingar þar á bæ (fyrir 1955) þeim yngri.

w-blogg220715-eg

Sami tími í fyrra var mjög hlýr á Egilsstöðum - þó ekki eins afbrigðilega og á Akureyri, við finnum nærri því eins háar tölur 1991 og 1984. Sömuleiðis má vekja athygli að sami tími árs 2011 og 2012 er harla neðarlega - þó talsvert sé í ástandið nú. Árið 1967 var fyrri hluti sumars á Egilsstöðum svipaður og nú, sömuleiðis 1981, 1979 var kaldast - eins og á hinum stöðunum, en ekki munar samt mjög miklu. 

Enn er enga breytingu sem hönd er á festandi að sjá í kortum reiknimiðstöðva - kuldinn ríkir. - Það er helst huggun að verstu kuldapollar norðurslóða eru langt undan - þannig að við verðum ekki í kaldasta lofti norðurhvels alls - eins og stöku sinnum hefur borið við að undanförnu. - Nóg er samt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

2016 ?

Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.7.2015 kl. 11:02

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Á auðvitað að vera 2015 - beðist er velvirðingar á því.

Trausti Jónsson, 22.7.2015 kl. 12:02

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Ártalsvillur á myndum hafa nú verið leiðréttar (vonandi hafa aðrar villur ekki birst í stað þeirra sem leiðréttar voru).

Trausti Jónsson, 22.7.2015 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 2475
  • Frá upphafi: 2434585

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 2199
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband