Meiri kuldi

Það fer að minnka tilbreytingin í fyrirsögnum haldi kuldinn áfram - eins og hann virðist ætla að gera. Dagurinn í dag (sunnudagur 19. júlí) var sá næstkaldasti í mánuðinum á landsvísu - og líklegt að keppninni um þann kaldasta sé ekki lokið. Sumir íbúar suðvesturhluta landsins munu þó halda áfram að sleppa furðanlega.

En hinn sérlegi kuldi dagsins verður að skrifast á ábyrgð kuldapollsins snarpa sem undanfarna daga hefur verið að mjaka sér norðan úr Íshafi til landsins. Hann verður kominn suður fyrir land annað kvöld (mánudag). Áttin verður þá austlægari í háloftunum í bili og eitthvað hægir á norðanáttinni niðri í mannabyggðum.

Kortið sýnir stöðuna í dag (sunnudag). Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, en þykktin er sýnd í lit - þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs og er að meðaltali í kringum 5480 metra hér við land í júlí.

w-blogg200715a

Hér er hún miklu lægri. Í dekksta græna hringnum er hún innan við 5340 metrar - eða 140 metrum undir meðallagi - vikið suðvestanlands er öllu minna. Kuldapollurinn hreyfist til suðvesturs - og hlýr sjór mun næstu daga leitast við að auka þykktina - en hefur illa undan vegna meiri kulda að norðan.

Næsta mynd sýnir stöðuna á miðvikudaginn kemur (22. júlí).

w-blogg200715b

Hér er dekksti græni liturinn horfinn - en á móti kemur að kalda loftið er nú nærri því einrátt langt suður í haf - nær um allt Grænland og suður til Bretlandseyja. Þetta er ekki alveg venjuleg staða - en þar sem sól nær að skína verður sæmilega hlýtt yfir hádaginn - sunnan undir vegg. 

Þótt vanir menn sjái kuldann vel á þessu korti - afhjúpast hann þó fyrst og fremst með því að líta á vikin. Kortið að neðan sýnir meðalhæð (heildregnar línur), meðalþykkt (strikalínur) og þykktarvik (litir) næstu 10 daga - allt fram til 29. júlí. 

w-blogg200715c

Bláu litirnir sýna hvar hita í neðri hluta veðrahvolfs er spáð undir meðallagi. - Og það er á mestöllu svæðinu. Mikil hlýindi halda þó velli vestur af Grænlandi og í Suður-Evrópu. Hér við land er þykktin -90 metrum undir meðallagi - heldur minna en var í dag - en mjög mikið sé litið á 10-daga tímabil. 

Höfum þó í huga að þetta er meðaltal - talsvert bregður út af einstaka daga - svo er dagurinn í dag (sunnudagur) inni í meðaltalinu og dregur það aðeins niður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 156
  • Sl. viku: 1934
  • Frá upphafi: 2412598

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1687
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband