Ský í kvöldsól yfir Grænlandi

Myndin sýnir ský í kringum lítinn og skemmtilegan kuldapoll sem í dag (föstudag 17. júlí) hefur verið á leið til suðvesturs yfir Grænlandi (og plagar okkur ekki). Hann sér ekki jökulinn. 

w-avhrr_nat_comp_20150717_2314-crop_edited-1

Þetta er þriggja rása (avhrr) gervilitamynd, tekin í kvöld kl. 23:14. Ein rásin er í sýnilega rófinu (og á henni sést kvöldsólin lita skýjatoppana og skýin búa til skugga undan sól. Önnur rásin er í nærinnrauðu - og sú þriðja á „hefðbundnu“ innrauðu - sýnir varmageislun - ljósblátt er kaldast - skýin hæst. 

Myndin er fengin af vef Veðurstofunnar. 

w-ecm0125_nat_gh400_pv400_2015071712_018

Pollurinn sést illa á hefðbundnum veðurkortum - nema uppi við veðrahvörfin. Kortið hér að ofan sýnir hæð 400 hPa-flatarins (heildregnar línur) [úr safni evrópureiknimiðstöðvarinnar og gildir á miðnætti föstudagskvölds] . Lituðu svæðin sýna hvar veðrahvörfin ná niður í flötinn - ýmist yfir kuldapollum - hringlaga form - eða í brotum - langir borðar á myndinni. Sveipurinn á gervihnattamyndinni sést hér sem blettur lágra veðrahvarfa yfir Grænlandi. - Kuldapollurinn sem á að spilla helgarveðrinu hér á landi er mun meira ógnandi - dökk klessa lágra veðrahvarfa fyrir norðaustan land - á leið til suðvesturs. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ó þið áttavilltu,ógnandi,klessur,takið ykkur pásu "please"...Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 19.7.2015 kl. 00:54

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég er farinn að hallast í þá átt að við Austfirðingarnir munum ekki sjá "rétta" breytingu í veðri fyrr en sumri fer að halla. Einn sem ég hitti í dag talaði um höfuðdag, það er ágætis kenning. Við vonumst samt sem áður eftir breytingu í veðrahvolfinu fyrr á almanakinu. Í hógværðinni er næsta helgi ágætis tímapunktur.

Sindri Karl Sigurðsson, 19.7.2015 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 34
  • Sl. sólarhring: 152
  • Sl. viku: 1955
  • Frá upphafi: 2412619

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 1708
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband