17.7.2015 | 01:22
Norðanátt áfram - svo langt sem ...
Ekkert lát virðist vera á norðanáttinni. Fyrsta kort dagsins sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um ástandið í 500 hPa-fletinum á norðurhveli kl.18 síðdegis á laugardag (18. júlí).
Við sjáum dæmigert sumarástand. Jafnhæðarlínur eru heildregnar og eru harla gisnar víðast hvar - en þó er töluverður lægðagangur um Bretlandseyjar og norðanverða Evrópu sem og á fáeinum blettum öðrum. Litir sýna þykktina en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Svo ber nú við að engan bláan lit er að finna - í honum er þykktin undir 5280 metrum.
Á þessum árstíma ættum við að vera rétt inni í gula litnum - en grænu litirnir eru ríkjandi hér við land eins og hefur verið lengst af að undanförnu. Grænu litirnir eru þrír á kortinu - sá dekksti kaldastur og er kuldapollurinn snarpi austur af Jan Mayen ekki laus við hann. - Því miður virðist hann stefna í átt til landsins - gæti þó geigað lítillega (vonandi). Í miðju pollsins - fari hann um Ísland er hiti um það bil 7 stigum undir meðallagi árstímans. - En það afbrigðilega ástand stæði ekki lengi - því pollurinn fer hratt hjá (líklega á sunnudag og mánudag).
Verra er að ekkert lát er að sjá - kortið sýnir að vindstefnan er svo til beint norðan úr Norðuríshafi.
Næsta kort sýnir spá reiknimiðstöðvarinnar um meðalþrýsting næstu 10-daga - litirnir sýna þrýstivikin.
Þeir sem vanir eru veðurkortum sjá strax að hæðin yfir Grænlandi er sérlega öflug (um 12 hPa yfir meðallagi) - og að þrýstingur fyrir austan land er undir meðallagi. Þetta er ávísun á eindregna norðanátt - rétt eins og kortið sýnir - og spáin er meðaltal tíu daga - allt fram til sunnudagsins 26. júlí. - Ekki beinlínis uppörvandi - en við verðum samt að hafa í huga að talsvert getur brugðið frá dag og dag - tíudagameðaltöl strauja og fela ýmsa óreglu.
Síðasta kortið er sett hér til að minna á að sjórinn fyrir norðan land hitar loftið á leið þess til suðurs norðan úr Ballarhafi.
Hér er spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um skynvarmaflæði milli lofts og yfirborðs (lands og sjávar) kl.18 síðdegis á laugardag. Rauðu litirnir sýna hvar yfirborðið hitar loftið. Sólbakað land er duglegast við það - en sjórinn fyrir norðan land er býsna duglegur líka. Þetta þýðir auðvitað að loftið í norðanáttinni er svo sannarlega kalt.
Heildregnar línur sýna hvar munur á hita lofts og yfirborðs er meira en 8 stig. Fyrir suðaustan lands er þessi munur 9 stig þar sem hann er mestur - og norðan við land er hann 7 stig, jafnvel 8 stig við Tjörnes. Fyrir suðvestan land má sjá dálítið gulleitt svæði - þar kælir sjórinn loft sem blæs af landi - kannski að hiti komist í 15 stig suðvestanlands á laugardag?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
kanski ágætt einsog staðan er í dag skilst það þurfi sprettu fyrir norðan þó kalt sé. síður hætta á síðdeigiskúrum sunann lands. en ekki er hægt að gerra öllum til hæfis heldur kalt fyrir flugurnar. myið verður eflast svangt þegar lýður á daginn
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 17.7.2015 kl. 06:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.