Mikil hæð yfir Norðuríshafi

Nú er óvenjumikil hæð yfir Norðuríshafi og teygir sig suður til Grænlands. Hún veldur norðlægri átt hér á landi næstu daga ásamt lægðasvæði yfir Skandinavíu. 

Kortið sýnir sjávarmálsþrýsting, úrkomu og hita í 850 hPa-fletinu á norðurslóðum á miðvikudaginn 8. júlí kl.12.

w-blogg060715a

Þrýstingur í hæðarmiðju er meiri en 1032 hPa og hringar hæðin sig um allt íshafið. Bláa örin sýnir hver kaldast er í 850 hPa-fletinum á kortinu öllu. Þessi kuldapollur er á leið í átt til landsins og eykur ekki bjartsýni um veður vikunnar.

Suðvesturland sleppur þó væntanlega vel - og sem stendur er ekki spáð teljandi illviðri með kuldanum á Norðausturlandi - en skýjað veður, með dálítilli rigningu og súld og hita vel innan við 10 stig er aldrei vinsælt á þessum tíma árs. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 599
  • Sl. sólarhring: 751
  • Sl. viku: 2394
  • Frá upphafi: 2413414

Annað

  • Innlit í dag: 563
  • Innlit sl. viku: 2163
  • Gestir í dag: 555
  • IP-tölur í dag: 541

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband