Flatur júnímánuður

Við lítum á meðalhæð 500 hPa-flatarins og þykktarinnar í júní á norðanverðu Atlantshafi auk spár um sömu stika næstu tíu daga. Það er evrópureiknimiðstöðin sem greinir og spáir.

w-blogg030715a

Mikil flatneskja er í kringum Ísland. Veik hæð hefur að meðaltali verið yfir Grænlandi en lægðardrag yfir landinu. Þykktarvikin (lituðu fletirnir) eru ekki stór. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Bláir litir sýna þykkt undir meðallagi - og þar með svæði þar sem kaldara hefur verið heldur en að meðaltali í júní 1981 til 2010. Gulu litirnir sýna þykkt yfir meðallagi - hlýrra loft en að meðallagi. 

Kalt hefur verið í Skandinavíu - eins og fréttir hafa borið með sér. Þar er neikvæða þykktarvikið meira en 50 metrar - það þýðir að hiti hefur verið um 2,5 stigum undir meðallagi í neðri hluta veðrahvolfs. Hlýjast að tiltölu hefur aftur á móti verið í Frakklandi þar sem jákvæða vikið er nærri því eins stórt, rétt tæpir 50 metrar þar sem mest er. 

Hiti hefur einnig verið ofan meðallags fyrir norðan land. - En þetta á auðvitað við allan mánuðinn - hér eru allmikil kuldaköst og jafnframt hlýir dagar faldir á bakvið meðaltölin. 

w-blogg030715b

Hér má sjá spá um meðalhæð 500 hPa-flatarins, þykktina og þykktarvikin næstu tíu daga (2. til 12. júlí). Hér er allt snarpara heldur en á fyrra kortinu. Það stafar fyrst og fremst af því að um styttra tímabil er að ræða - og líka því að veðurkerfi virðast vera nokkuð föst í sessi.

Við sjáum að hitabylgjan hörfar til austurs frá Bretlandseyjum, sunnanverð Skandinavía er í góðum málum - en gríðarkalt er nyrst í Noregi og þar fyrir austan. Mjög hlýtt verður áfram á Grænlandi - sé spáin rétt. Hlýindi í neðri hluta veðrahvolfs tryggja þó ekki að hlýtt sé í mannheimum sé snjór eða ís að bráðna - eða undir liggi mjög kaldur sjór. 

Stærstu kuldavikin suðvestur í hafi stafa ekki bara af köldum sjó - vikin eru stærri heldur en sjávarhitavik á sömu slóðum - enn er það norðvestanáttin sem heldur hitanum niðri. 

Hér á landi verður þykktin nærri meðallagi júlímánaðar næstu tíu daga - ætli það verði ekki að teljast viðundandi. En - spáin felur kannski bæði hlýja helgi - og kalda næstu viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 930
  • Sl. sólarhring: 1119
  • Sl. viku: 3320
  • Frá upphafi: 2426352

Annað

  • Innlit í dag: 828
  • Innlit sl. viku: 2984
  • Gestir í dag: 809
  • IP-tölur í dag: 745

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband