13.6.2015 | 02:05
Hægur sunnudagur?
Svo virðist sem sunnudagur (14.júní) verði hægur - og að jafnvel njóti sólar um mikinn hluta landsins - en henni fylgir gjarnan hafgola á þessum tíma árs. En sólin gengur fyrir - saklaust að greiða fyrir hana með dálítilli golu af hafi. - Því ekki verða nein hlýindi á ferðinni - heldur hið gagnstæða.
Yfirbragð kortsins hér að neðan er óvenjubjart - það sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um hádegi á sunnudag.
Engin jafnþrýstilína - flestar vindörvar fanasnauðar og úrkomusvæði langt undan. Síðar um daginn tekst líkaninu með erfiðismunum að kreista fram fáeina dropa á víð og dreif um landið - ætli það tákni þá ekki að einhver bólstraský skjóti upp kollinum - til fegurðarauka vonandi.
En svo er það hafgolan - spá harmonílíkans Veðurstofunnar nær henni oft vel. Kortið sýnir vindátt og vindhraða á suðvesturfjórðungi landsins kl.15 síðdegis.
Kortið verður auðlæsilegra sé það stækkað. Grænir litatónar sýna vindhraðann - hann nær hvergi í blátt (8 m/s). Hafgolan liggur úr norðvestri inn á höfuðborgarsvæðið - en er að vanda vestlægari í Borgarfirði. Nærri Þjórsárósum takast á hafgola úr suðaustri og systir hennar úr vestri - skemmtilegt - sú eystri á að byrja fyrr - gægist fyrir hornið á Eyjafjöllum strax fyrir kl.11. Síðan sameinast þessi kerfi um suðvestanruðning upp Suðurlandsundirlendið enn síðar um daginn.
Við megum líka taka eftir því að á Reykjanesfjallgarðinum eru líka áberandi vindaskil - hvorki gengur þar né rekur á hvorn veginn - kannski myndast hefðbundinn bólstrarani þar yfir?
Líkanið reiknar einnig út kviku (ókyrrð) - en greinir ekki á milli gerða hennar. Vindur er svo hægur að líklega er það vermikvika sem við sjáum á kortinu hér að neðan. Sólin hitar landið - upp af því rísa bólur - það ræðst af ríkjandi hitafalli með hæð (mættishita) hversu hátt þær komast.
Vindörvarnar sýna vind í 850 hPa-fletinum - í rúmlega 1400 metra hæð. Bláu litirnir sýna kvikuna - hún er reyndar ekki mikil, en við sjáum vel að mikill hluti hálendisins gefur ekki af sér neina - þar liggur enn sýndarsnjór líkansins - öll sólarorka fer í að bræða hann - gengur fyrir vermikvikumyndun. Trúlega er mikill snjór á hinu raunverulega hálendi ennþá. Síðar í sumar mun það vonandi taka til við vermikvikuframleiðslu af fullum krafti. Þeir sem stækka kortið geta séð dálitla kvikurönd liggja eftir Reykjanesinu endilöngu.
Að lokum lítum við á rakaspá sem gildir kl.15 á sunnudag. Þar má sjá líkanið spá þoku á Húnaflóa og Skagafirði (og víðar).
Fjólubláa svæðin á myndinni sýna hana. Hvernig rætist þetta svo? Það getur hver og einn staðfest fyrir sig á sunnudaginn - alla vega vindátt og vindhraða (svona nokkurn veginn). Fuglar og flygildi geta e.t.v. séð um staðfestingu vermikvikunnar - og rakastigið? Þoka leynir sér varla leggist hún yfir.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1036
- Sl. sólarhring: 1116
- Sl. viku: 3426
- Frá upphafi: 2426458
Annað
- Innlit í dag: 924
- Innlit sl. viku: 3080
- Gestir í dag: 897
- IP-tölur í dag: 830
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.