9.5.2015 | 01:38
Snjóalög nú - og á sama tíma í fyrra
Við berum enn saman sýndarsnjóalög í ár og í fyrra. Gögn eru úr harmonie-veðurlíkani Veðurstofunnar. Hversu vel þau falla að raunveruleikanum vitum við ekki - (snjódýpt er aðeins mæld á láglendi) - en tilfinningin er samt sú að talsvert vit sé í reikningunum.
Veturnir tveir, 2013 til 2014 og 2014 til 2015 voru mjög ólíkir, þann fyrri voru austlægar áttir mjög ríkjandi og snjór mjög mikill í fjöllum á Norður- og Austurlandi, en nú í vetur voru vestlægar áttir algengari og meira snjóaði í fjöll á Suður- og Vesturlandi heldur en fyrri veturinn.
Kortið sýnir mismun vetranna í kílóum snævar á fermetra. Litakvarðinn verður skýrari sé kortið stækkað og ætti að verða flestum ljós eftir að horft hefur verið á kortið stutta stund.
Litatónar frá gráu um hvítt yfir í fjólublátt og blátt sýna svæði þar sem sýndarsnjór er meiri í ár en á sama tíma í fyrra. Tónar úr sandgulu yfir í brúnt og þaðan í grænt sýna minni snjó í ár heldur en á sama tíma í fyrra. Nokkuð er af gráum skellum yfir Norðausturlandi og við sjávarsíðuna viða austanlands, þar er nú snjór á jörð þar sem var autt í fyrra.
En það sem sést fljótlega er að mun meiri snjór enn í fyrra er nú á fjöllum og jöklum sunnan í móti á landinu. Sömuleiðis á vestur- og suðurhluta Vestfjarða. Aftur á móti er mun minni snjór á fjöllum á landinu norðan- og austanverðu heldur en í fyrra - sömuleiðis á norðanverðum Vestfjörðum - og allt suður á fjalllendið í kringum Gilsfjörð.
Takið einnig eftir því að ívið minni snjór virðist vera norðaustan við Mýrdalsjökul heldur en á sama tíma í fyrra - þar er líka eins konar skuggi fyrir suðvestanáttinni rétt eins og um landið norðaustanvert. Sama má segja um háfjöll við Vatnajökul suðaustanverðan - þar er snjór nú minni en í fyrra.
Hæsta talan - mesti munur á snjó nú og í fyrra er á Eyjafjallajökli, þar er munurinn rétt tæp þrjú tonn á fermetra - við reynum ekki að breyta því í snjódýpt - þeir sem vilja, geta slegið á það með sínum uppáhaldseðlismassatölum. Ekki veitir Eyjafjallajökli af snjóaukanum.
Á hinn veginn er mestur munur á Drangajökli, tvö tonn vantar nú upp á tölu ársins í fyrra. Miklu munar líka á fjöllum við utanverðan Eyjafjörð, beggja vegna Vopnafjarðar og á háfjöllum Austfjarða.
Í kuldakastinu að undanförnu hefur sýndarsnjó lítið leyst. Svipað er líklega með þann raunverulega. Fyrir mánuði var hæsta tala í Bláfjöllum 1202 kg á fermetra, en er nú 1151 - aðeins munar 51 kg - þrátt fyrir allt sólskinið. Á Skarðsheiði var hámarkið fyrir mánuði 907 kg á fermetra en er 908 nú.
Uppi á Langjökli hafa um 300 kg af snjó bæst við á hvern fermetra undanfarinn mánuð - ef trúa má líkaninu. En höfum í huga að vetrinum lýkur mjög seint (eða alls ekki) á háfjöllum - meira að segja í meðalári.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:39 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 605
- Sl. sólarhring: 755
- Sl. viku: 2400
- Frá upphafi: 2413420
Annað
- Innlit í dag: 569
- Innlit sl. viku: 2169
- Gestir í dag: 560
- IP-tölur í dag: 546
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.