Hæðarhryggur (- gallaður að vísu)

Yfirráðum vestankuldans virðist vera að ljúka, alla vega í bili. Dreggjar af norðanlofti koma til landsins á morgun (þriðjudag) - og halda stöðunni sennilega á miðvikudaginn - en síðan fer suðrænna loft að sækja að.

Við skulum líta á tvö háloftakort evrópureiknimiðstöðvarinnar, bæði sýna þau hæð 500 hPa-flatarins og þykktina - það fyrra gildir á hádegi á morgun, þriðjudag, en það síðara um hádegi á skírdag. 

w-blogg310315a

Jafnhæðarlínur eru heildregnar, því þéttari sem þær eru því meiri er vindurinn. Þykktin er sýnd í lit. Þykktin sýnir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Mörkin á milli grænu og bláu litanna er við 5280 metra, ljósasti blái liturinn sýnir þykkt á bilinu 5220 til 5280 metra. Það er meðallag hér á landi um mánaðamótin mars/apríl. 

Við sjáum að kalt loft úr norðri beinist í átt til landsins og yfir það - það kemur með allsnörpu lægðardragi sem á að fara til suðurs fyrir austan land. Kannski hvessir um landið austanvert. 

Sjálfsagt er að benda á að yfir Danmörku er býsna kröpp lægð - þar gengur hlýtt loft inn í lágan flöt. Þýska veðurstofan flaggar rauðu í landinu sunnanverðu. 

Hæðarhryggurinn sem á kortinu er sunnan Grænlands virðist ekki veigamikill en á að sækja í sig veðrið. Á fimmtudaginn verður hann búinn að koma kryppu á heimskautaröstina.

w-blogg310315b

Kortið gildir á hádegi á skírdag. Eins og sjá má er þetta breiður og gerðarlegur hryggur - en gallaður að því leyti að í honum miðjum er lægðardrag - og lægð falin í því. Þessi lægð á að mestu leyti að fara til austurs fyrir sunnan land - og sömuleiðis sá hluti hryggjarins sem á undan er - en áður en þetta litla kerfi hefur lokið sér af kemur sunnanátt næstu lægðar í kjölfarið. 

Þá er spáð nokkrum hlýindum hér á landi. Hvað þau svo endast er annað mál. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 77
  • Sl. sólarhring: 150
  • Sl. viku: 1998
  • Frá upphafi: 2412662

Annað

  • Innlit í dag: 75
  • Innlit sl. viku: 1749
  • Gestir í dag: 72
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband