Nærri því

Lægðin kalda sem nú er á Grænlandshafi og sendir hvert élið á fætur öðru yfir landið vestanvert gæti verið úrvalsfóður fyrir skyndidýpkun nýrra lægða - fengju slíkir vísar að koma nærri. 

Það eiga reyndar nokkrar fremur smáar en krappar lægðir að ganga úr vestri yfir Bretlandseyjar næstu daga - en alveg fyrir sunnan okkur. Það má þó segja að litlu hafi munað í dag því síðdegis reis skyndilega upp mikill háskýjamökkur fyrir sunnan land - og á myndinni hér að neðan sem tekin er kl. rúmlega 22 í kvöld má sjá að nyrsti hluti hans hefur lagst yfir éljabakkana við Suðvesturland.

w-blogg270315a

Hér munar litlu að úr verði mikil dýpkun - en reiknimiðstöðvar róa okkur niður. Þær segja að hér séu fleiri en ein lægð að reyna að fæðast - en engin þeirra nái undirtökunum. Sú nyrsta á reyndar að holdgerast á morgun - þá fyrir norðan land. Skiptir litlu fyrir okkur en veldur stormi utan við Scoresbysund. 

Næsta bylgja á eftir (sést ekki á myndinni) á að fara með nokkrum látum yfir Skotland á laugardag.

Við fáum hins vegar gömlu lægðarmiðjuna sem sést við Grænlandsströnd á myndinni upp undir Vestfirði síðdegis á morgun (föstudag 27. mars) - með éljafans. 

Kortið sýnir sjávarmálsþrýsting við miðnætti á föstudagskvöld, 3 klukkustunda þrýstibreyting er sýnd í litum (rautt - fallandi, blátt - stígandi). Daufar strikalínur sýna þykktina.[Kort evrópureiknimiðstöðvarinnar]. 

w-blogg270315-ia

Hér má sjá lægðirnar þrjár sem minnst var á að ofan. Krappa lægðin er á hraðri ferð norðvestur af Írlandi, gamla lægðin er við Vestfirði og sú sem holdgerist að ofan er skammt frá Scoresbysundi. Svo eru tvær smálægðir vestan til á kortinu. Eitthvað verður úr þeim - en ekki mjög til ama hér á landi - að því er virðist þegar þetta er skrifað (seint á fimmtudagskvöldi 26. mars). 

Ekkert hlýtt í boði fyrir okkur á næstunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-blogg230325a
  • Slide15
  • Slide14
  • Slide13
  • Slide12

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 104
  • Sl. viku: 1340
  • Frá upphafi: 2455666

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1200
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband