25.3.2015 | 01:54
Þrálát suðvestanátt næstu daga?
Með miðvikudegi (25. mars) snýst vindur enn og aftur til suðvestanáttar. Hún virðist ætla að verða ríkjandi, alla vega viðloðandi, meira og minna fram yfir helgi og e.t.v. lengur. Lægð situr á Grænlandshafi - stundum vestur undir Grænlandi - stundum nær okkur eða þá á Grænlandssundi. Hraðfara lægðir ganga til austurs fyrir sunnan land - og slá á suðvestanáttina meðan þær ganga hjá - en reiknimiðstöðvar telja að hún taki sig alltaf upp aftur.
Kortið sýnir stöðuna um hádegi á fimmtudag (26. mars) - að mati evrópureiknimiðstöðvarinnar.
Hér kúrir lægðin í skjólinu við Grænlandsströnd - og nær alveg upp í háloftin. Hún beinir köldu lofti frá Kanada austur á Atlantshaf og í átt til okkar. Við sjáum að hún liggur nokkuð þvert á jafnhitalínurnar (bláar og strikaðar) í 850 hPa (um 1200 m hæð yfir sjávarmáli). Það er -10 stiga línan sem nær að Íslandi - hún táknar að frost er ríkjandi - þótt sólin nái nokkuð góðum tökum síðdegis á milli élja og norðaustanlands ætti í raun að vera besta veður lengst af.
En þótt kalda aðstreymið sé eindregið liggur leið loftsins yfir hlýrri sjó og það gengur ekkert að koma -15 og -20 stiga jafnhitalínunum áleiðis til okkar - vindurinn er einfaldlega ekki nógu mikill. Kannski að hiti við sjávarsíðuna verði ekki nema svosem einu stigi undir meðallagi?
Úrkoman er sýnd með gulum, grænum og bláum litum á kortinu. Á leið kalda loftsins virðast ekki vera neinir sérstakir garðar eða skilasvæði heldur dreifð él. En þótt líkan reiknimiðstöðvarinnar sé öflugt verðum við samt að gera ráð fyrir einhver skipulegur hroði lendi á okkur þessa næstu daga.
Útsynningurinn virðist eiga að verða hvað öflugastur á föstudaginn - en það er í raun of snemmt að fjölyrða um það.
En verra gæti það verið - miklu verra.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.3.): 1
- Sl. sólarhring: 86
- Sl. viku: 1206
- Frá upphafi: 2455750
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1096
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þetta með vestlæga átt fram yfir helgi stenst nú ekki samkvæmt spá Veðurstofunnar því hún spáir norðlægri átt á sunnudag og mánudag. Norska veðurstofan spáir því sama og að norðanáttin standi fram á þriðjudag.
Annars er verið að spá hægum vindi allan þennan tíma (eða eins og Trausti segir: "verra gæti það verið - miklu verra"!) svo við erum greinilega að losna við illviðrin sem hafa verið að hrjá okkur, nú síðast í nótt.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 06:59
Það versta sem ég get hugsað mér á þessum árstima er hörku norðanátt með frosti um allt land en glaðasólskini hjá okkur. En frosti allan solarhringinn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.3.2015 kl. 12:33
Þetta er ekki þrálát s/v-átt, heldur er þetta orðið eðlilegt veðurfar hér á landi ig hefur verið undanfarin tvö ár. Sérstaklega hefur þetta verið ábrandi í vetur.
Nýtt veðurkefrið hefur nefnilega fest sig í sessi hér á norðurslóðum. Það er í stuttu máli þetta:
Kalt loft streymir stöðugt allan ársins hring frá norðurpólnum um sundið milli Grænlands og Labrador.
Þetta kalda loft blandast hlýju og röku lofti sem kemur sunnan úr höfum og magnast við þetta og myndar krappar lægðir með mikilli úrkomu, rigningu á sumrin, snjókomu á veturna.
Þetta er það sem kallast lægðir á færibandi og er víst orðið "eðlilegt" veðurfar hér á landi og er orðið fast varanlegt ferli.
Ég hélt að veðurfræðingar hér á landi gerðu sér grein fyrir þessum breytingum veðrátunni hér á landi undanfarin tvö ár?
Ö. Jónasson (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 18:19
Nei, þessar lægðir voru ekki eins og perlufesti fyrir 2 árum og mörg ár á undan. En fátt er svo með öllu illt;það segja okkur vísindamenn að veðurfarið haldi niðri óþvera loftinu úr Holuhrauni.
Helga Kristjánsdóttir, 25.3.2015 kl. 23:35
Þurkaðu þetta bara út Trausti minn e að klikka á því sem Ö:Jónsson skrifar.
Helga Kristjánsdóttir, 25.3.2015 kl. 23:36
Hvað er "eðlilegt" veðurlag á Íslandi? Er til eitthvað staðal veður sem verður svo óeðlilegt ef það breytist eitthvað?
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.3.2015 kl. 00:32
Ritstjórinn og Sigurður eru búnir að fylgjast lengi með veðri, ritstjórinn í 55 ár - og man ákveðna atburði enn lengra aftur - allt sem gerst hefur á því tímabili verður að teljast eðlilegt veðurfar. Það hefur þó sífellt komið á óvart og óvænt væri ef það hætti því - nú, svo eru nokkur þekkt afbrigði líka til á lager til viðbótar sem við tveir eigum eftir að upplifa - en teljast samt innan marka þess eðlilega. En segir ekki í Krukkspá að Ísland muni eyðast af langviðrum?
Trausti Jónsson, 26.3.2015 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.