Sólmyrkvinn - og hitinn

Eins og fram kemur í frétt á vef Veðurstofunnar mátti sá greinilegt hitafall í Reykjavík á meðan á sólmyrkvanum í morgun (föstudag 20. mars) stóð. 

En við hugum að landsmeðalhita (allra almennra sjálfvirkra stöðva) á sólmyrkvamorgni og skellum landsmeðalvindhraðanum með okkur til frekari skemmtunar. Síðar verður lagst betur yfir gögnin - eftir landshlutum og ýmsum öðrum breytum - kannski helst skýjahulu og fjarlægð frá almyrkvanum. 

En lítum á hráar tölurnar á mynd. 

w-blogg210315

Lárétti ásinn sýnir tímann - vinstri lóðrétti ásinn sýnir hitann en sá til hægri vindhraða. Landsmeðalhitinn er markaður með bláa ferlinum. Hann fer hækkandi eftir klukkan hálf átta og hækkar fram undir kl.9 - þá bregður svo við að hann fer að falla aftur og nær lágmarki kl. 9:40 og 9:50. Hámark myrkvans var um kl. 9:40 - hitinn kl. 10:00 hélst svipaður en reis síðan ört.

Munurinn á meðalhitanum kl.9:00 og 9:50 er um 0,4 stig. Giska má á að heildaráhrif myrkvans séu þó heldur meiri því líklega hefði hitinn án myrkva haldið áfram að stíga frá kl. 8:40 (þegar fyrst slær á hækkunina) til 9:50. Hér giskum við ekki á tölur.

Svo er það vindhraðinn (rauður ferill - hægri kvarði). Er það tilviljun að hann er minni meðan á myrkvanum stendur heldur en fyrir og eftir? Hér verður að hafa í huga að aðeins er um brot af m/s að ræða - en á móti kemur að stöðvarnar eru 150. 

Svo eigum við stöðvar Vegagerðarinnar til samanburðar. Óhætt er að upplýsa að hegðan landsmeðalhita þeirra er svipuð (spönn myrkvadýfunnar aðeins minni). Lágmark er líka í vindhraða á vegagerðarstöðvunum - en aðeins síðar en sjá má á myndinni hér að ofan.

Þegar hitinn féll hækkaði rakastigið auðvitað - og reyndar á daggarmarkið líka landsmeðallágmark meðan á myrkvanum stóð - en ekki tímabundið hámark á undan eins og hitinn. Fræðingar munu eitthvað velta sér upp úr þessu á næstu mánuðum en við leggjum ekki í frekari greiningu hér og nú. 

Svo er gengið á móts við enn einn útsynninginn á morgun (laugardag 21. mars). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit
  • Slide14

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 53
  • Sl. sólarhring: 194
  • Sl. viku: 1102
  • Frá upphafi: 2456038

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 1000
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband