Norðanátt í einn dag

Mánudagurinn 23. mars (alþjóðaveðurdagurinn) virðist frátekinn fyrir norðanátt að þessu sinni. Hún er þó ekki sérlega öflug og á að sögn reiknimiðstöðva ekki að standa lengi. En þó með frosti um land allt og éljum eða snjókomu nyrðra.

w-blogg220315a

Kortið sýnir hugmynd evrópureiknimiðstöðvarinnar um sjávarmálsþrýsting, úrkomu og hita í 850 hPa-fletinum kl. 18 á mánudag. Það er ekki ástæða til að segja margt um þetta kort. Það er -10 stiga jafnhitalínan í 850 hPa sem hringar sig um landið - boðskapur hennar er yfirleitt frost um nær allt land. En þetta getur samt ekki talist köld norðanátt - og langt er í -15 stig, og -20 stig sjást ekki norður undan.

Svo er fyrirferðarmikið lægðasvæði suðvestur af Grænlandi - og það boðar nýjan landsynning - rúmum sólarhring síðar en kortið gildir. Kannski þriðjudagurinn verði hægur um mestallt land? Slíkt væri vel þegið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2020
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (12.8.): 661
 • Sl. sólarhring: 731
 • Sl. viku: 2769
 • Frá upphafi: 1953595

Annað

 • Innlit í dag: 605
 • Innlit sl. viku: 2435
 • Gestir í dag: 586
 • IP-tölur í dag: 562

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband