Meir um veðrameting

Laugardagsillviðrið (14. mars) sló vindhraðamet á fjölmörgum veðurstöðvum og komst nærri þeim á fleirum. Í viðhenginu er til gamans listi sem ritstjórinn tók saman. Þar má sjá hvar vindhraðamet voru slegin - og líka í hvaða sæti vindur gærdagsins lenti - ef hann náði inn á topp tíu á stöðinni. 

Listinn er skiptur. Fyrst kemur 10-mínútna vindur á almennum sjálfvirkum stöðvum í stafrófsröð, síðan er hviðulisti. Sæti eru ekki alltaf þau sömu á listunum, t.d. var 10-mínútna meðalvindhraði á Veðurstofutúni sá næstmesti frá upphafi sjálfvirkra mælinga þar - en hviðan sú mesta. Síðan koma sams konar listar fyrir stöðvar Vegagerðarinnar og mönnuðu stöðvarnar fylgja í kjölfarið - þar voru engin met sett í veðrinu en dagurinn náði inn á topp-tíu á nokkrum stöðvanna. 

Nördum verður að góðu - en vonandi stendur listinn ekki í öðrum. Nördin geta velt sér frekar upp úr þessu - klukkan hvað var vindur mestur? - Skera einhver landsvæði sig úr?

Viðbót 16. mars kl.14

Ábending hefur borist um að íslenskir stafir skili sér ekki í viðhenginu hjá öllum fletturum. Þeir sömu gætu losnað við vandamálið með því að vista viðhengið á tölvu sína og opna skrána þvínæst í gegnum excel - þá eiga flestir að ná íslensku stöfunum.

Bætt hefur verið við öðru viðhengi - þar má sjá 20 hvössustu klukkustundir í byggð (meðaltöl vindhraða á athugunartíma, meðaltal hæsta 10-mínútna meðalvindhraða klukkustundarinnar og meðaltal mestu hviðu) frá 1996 á sjálfvirkum stöðvum. Einnig má sjá sólarhringsmeðaltöl vindhraða á sjálfvirkum og mönnuðum stöðvum.

Eins og bent hefur verið á kemur laugardagsveðrið (14. mars) hæst út í snerpunni (klukkustundargildunum) - en það stóð stutt og nær því ekki að skáka hæstu sólarhringsmeðaltölunum.

Viðbót 16. mars kl.23:40

Enn ein skráin - sú er listi mesta vindhraða og mestu vindhviða (slatta af mestu vindhviðum vantaði í fyrri skrár).


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn.

Eitthvað hafa íslenskir bókstafir brenglast í töflunni. Svo væri auðvitað frábært að sjá svona töflur í Excel, fyrir þá gerð nörda.

Og takk fyrir áhugaverða síðu.

Halldór Zoëga (IP-tala skráð) 16.3.2015 kl. 08:21

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Það fer eftir "sjálfgefnum" textaritli hvers og eins og stillingum hans hvort íslensku stafirnir skila sér eða ekki. Ég er oftast með annan ritil (notepad++) heldur en flestir (notepad eða wordpad). Auðvelt er að afrita töfluna og líma hana í excel. - En þakka ábendinguna - ég get e.t.v. forðast þetta síðar. 

Trausti Jónsson, 16.3.2015 kl. 11:32

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Ég sé Halldór að ef þú vistar skrána fyrst á þitt drif - og opnar textaskjalið beint úr excel að íslensku stafirnir skila sér.

Trausti Jónsson, 16.3.2015 kl. 11:34

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Mér skilst að vindrhaðamælirinn á flugvellinum á Norðfirði hafi slegið í 70 m/s. Þá lágu háspennulínurnar ofan á þverslánum á möstrunum og fagurir ljósmyndablossar lýstu upp fjörðinn.

Sindri Karl Sigurðsson, 16.3.2015 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg231124-kosningaspa-ec b
  • w-blogg23124-kosningaspa-ec a
  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 23
  • Sl. sólarhring: 223
  • Sl. viku: 2321
  • Frá upphafi: 2413985

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 2136
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband