Eitt versta veður síðari ára

Nú er hægt að slá á samanburð illviðrisins í dag og annarra veðra síðari ára. Annar vegar teljum við á hversu mörgum sjálfvirkum stöðvum í byggð - af öllum - vindur náði 20 m/s á athugunartíma og reiknum hlutfall. Það berum við saman við hlutfall annarra daga. 

Þá fæst eftirfarandi tafla:

röðármándagurvísitala
120011110746
21999116723
3200828705
42008127676
52015314675
620071230660
720141130594
82001127562

Taflan nær frá janúar 1996 til dagsins í dag. Veðrið í dag er í 5. sæti - á sennilega eftir að hækka aðeins - dagurinn er ekki liðinn (gert kl. 16:30). Munur á þessum veðrum er varla marktækur - en veðrið í dag er alla vega ekki verra en þau verstu.

Við getum líka reiknað meðalvindraða sólarhringsins á sjálfvirkum stöðvum í byggð og búið til þessa töflu:

röðármán dagurmvindur
1199911616,44
2201211215,46
3199622115,41
4201531415,28
51996111415,22
62001111014,94
72007113014,50
8201131414,29

Aftasti dálkurinn sýnir meðalvindhraða í m/s. Veður dagsins er hér í 4. sæti - en á væntanlega eftir að hrapa nokkuð þar til deginum lýkur (hægasti hluti sólarhringsins) er eftir. En samt - þetta er vel af sér vikið. 

Vekja má athygli á því að 30. nóvember 2007 er á öðrum listanum, en 30. desember sama ár á hinum - þetta er rétt. Þessir tveir dagar komast á sitt hvorn listann.

Fyrri listinn mælir helst snerpu veðra - en sá síðari afl og úthald. Við reynum að bera saman árangur í sprett- og langhlaupum. Sumir dagar fá verðlaun í báðum flokkum - en aðrir láta sér annan nægja. 

Breyting í lok dags:

Eins og líklegt var talið hér að ofan hækkaði dagurinn lítillega í snerpunni (efri taflan) - vísitalan endaði í 688 og þar með í fjórða sæti (en ómarktækt lægri en þrjú efstu sætin).

Hins vegar hrapaði dagurinn talsvert í úthaldskeppninni - eins og búast mátti við - meðalvindhraði í byggð endaði í 13,11 m/s og hrap niður í 24. til 25. sæti er staðreynd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er athyglisvert að mars er að tryggja sig í sessi sem einn af verstu illviðra mánuðum ársins ásamt nóv., des., jan. og feb.

Halldór Friðgeirsson (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 20:50

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þegar talað er um mars, sem mánuð sakleysis og nú skyndilega sem mánuður ýfinga í veðri vil ég benda á þetta: [url]http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=125433&pageId=1782092&lang=is&q[Url]. Mér finnst líklegt að Trausti muni vel eftir þessu veðri, var sjálfur á sjó þegar þetta átti sér stað og það var mikil umræða manna á meðal í skipaflotanum eftir þetta veður. Enda spáin 4-6 vindstig þar sem við vorum að veiðum en veðurhæðin yfir 12 þegar veðurfréttirnar voru lesnar.

Það var fróðlegt að lesa pistilinn um vestanveðrið í síðustu viku og hvernig það getur komið mönnum algerlega í opna skjöldu. Eftir þann lestur finnst mér líklegt að eitthvað slíkt hafi í raun gerst þennan örlagadag árið 1993. Kannski leynist eitthvað í handraðanum hjá Veðurstofunni, sem hægt væri að bera saman við þá og nú?

ps. ég hef ekki hugmynd um hvort tengillinn virkar en timarit.is og leita að óveðri þann 8. mars 1993, ætti að koma þessu til skila.

Sindri Karl Sigurðsson, 14.3.2015 kl. 23:49

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Mars hefur alltaf verið einn helsti illviðramánuður ársins og sérlega mannskæður í gegnum tíðina - Menn hafa alltaf sótt sjó mjög stíft í þessum mánuði og slysaslóðinn endalaus -. Þar á meðal er veðrið 1993 - sem ég man vel. Þar var sérkennilegur éljagarður á ferðinni sem þáverandi reiknilíkön náðu ekki - og engar upplýsingar voru um þar til hann skall á. Nú er unnið að endurgreiningu veðurs við Ísland í nokkrum smáatriðum aftur til 1979. Forvitnilegt verður að sjá hvort garðurinn 8. mars 1993 kemur þar fram - það er þó alls ekki víst.

Trausti Jónsson, 15.3.2015 kl. 00:58

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég man eftir því þá ég var á Nesi við Norðfjörð að gamlir menn sögðu á góðviðrisdegi í febrúar að rétt væri að muna að Langimars væri nú eftir.

Hrólfur Þ Hraundal, 15.3.2015 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg231124-kosningaspa-ec b
  • w-blogg23124-kosningaspa-ec a
  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 20
  • Sl. sólarhring: 221
  • Sl. viku: 2318
  • Frá upphafi: 2413982

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 2133
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband