5.3.2015 | 01:20
Dýpri lægð - en samt ..
Landsynningur - útsynningur. Veðurlagið þessa dagana ætti að festa þessi hugtök í minni.
Landsynningurinn er suðaustanillviðri með rigningu, slyddu eða snjókomu - í þessari líkindaröð því frostleysa fylgir langoftast. Við þurfum ekki endilega að festa okkur nákvæmlega við 130 til 140 gráður suðaustanáttarinnar - landsynningshugtakið leyfir víðara áttabil.
Útsynningurinn er aftur á móti hryðjuveður í suðvestanátt, oftast með éljum á vetrum - kannski slydduéljum - en sé hiti neðan frostmarks og élin efnismikil getur allt runnið saman í nær samfellt hríðarkóf - slíkt er þó ekki mjög algengt. Við tölum helst ekki um útsynning ef það er samfelld súld eða rigning sem fylgir suðvestanáttinni. Það er sama og með landsynninginn að við leyfum okkur að nota hugtakið á víðara áttabili heldur en 220 til 230 gráða suðvestanáttarinnar - reyndar allt að vestri - en standi áttin hærra en er komið í útnyrðinginn - sem er annars eðlis.
En þegar þetta er skrifað blæs útsynningur á glugga á ritstjórnarskrifstofum hungurdiska - enn er þó bleyta í honum en ætti að stirðna á götum fljótlega.
Bæði landsynningur og útsynningur eru oft mun verri viðfangs á heiðum og fjallvegum heldur en í lágsveitum. Þar verður síður frostlaust í sviptingunum, snjór leikur laustum hala svo úr verður algjörlega glórulaust veður. Hálendið er svo illt viðfangs þegar næðir - hver sem svo áttin er. Það ætti varla að þurfa að nefna það.
Útsynnings- og landsynningsveður gera sig líka gildandi um norðaustanvert landið. Landsynningurinn sérstaklega þó á heiðum og fjöllum Norður-Þingeyjarsýslu og Norður-Múlasýslu. Útsynningurinn hins vegar á Tröllaskaga og á mörkum hálendis og heiða í Suður-Þingeyjarsýslu - en hann dettur oftast fljótt niður nái hann sér upp. Vestsuðvestanáttin á Öxnadalsheiði hefur hrellt margan manninn þegar vel leit út í byggðum.
En fimmtudagurinn 5. mars verður útsynningsdagur. Á föstudagsmorgun gengur svo ný landsynningsgusa yfir.
Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar fyrir fimmtudagssíðdegi (5. mars) kl.18). Illviðrislægð dagsins í dag er komin langt norður í höf en lægðardrag situr á Grænlandshafi. Þegar hér er komið sögu er að réttast úr jafnþrýstilínunum yfir landinu - hæðarsveigja að taka við af lægðarsveigju. Þessu veldur ruðningur á undan föstudagslægðinni sem nálgast óðfluga.
Greiningar töldu miðjuþrýsting lægðar dagsins í dag (miðvikudags) vera um 960 hPa - hún var lítillega farin að grynnast, en föstudagslægðin á að fara niður fyrir 945 hPa - að sögn. Þetta gerir hana ekki endilega verri - sé að marka spárnar verða landsynningsillindin líklega skammvinnari heldur en var í dag - en við látum Veðurstofuna um að fylgjast með því.
Svo er að skilja að útsynningur nýju lægðarinnar eigi að ríkja í nokkra daga - áður en næsta lægð ber landsynning til okkar. En samkomulag hefur ekki tekist um það hvort hann verður slæmur alla dagana - við getum vonað það besta - en þeir sem eru á faraldsfæti eiga að sjálfsögðu að fylgjast vel með.
Nú, þessum stormum og áttalauslæti fylgir afarvont sjólag og stórstreymi ýfir það væntanlega enn frekra upp í röstum umhverfis landið - hinn lági loftþrýstingur er líka varasamur samfara háflóði. Eins gott að ferðamenn í fjörum landsins vari sig á briminu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 500
- Sl. sólarhring: 579
- Sl. viku: 3662
- Frá upphafi: 2428384
Annað
- Innlit í dag: 441
- Innlit sl. viku: 3285
- Gestir í dag: 423
- IP-tölur í dag: 407
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Talandi um brim. Í suðvestlægum vindáttum er brimið á svæðinu frá Hellnum vestur og norður um að Öndverðarnesi oft mjög tilkomumikið og ógnvekjandi. Rétt norðan Dritvíkur er t.d. þekkt gjá, þar sem brimið sprautast hátt í loft þegar hæfilega stendur á sjó og vindátt sömuleiðis. En það er ekki síður minnisstætt að standa við Skálasnagavita (Svörtuloftavita) og finna hraunið bifast undir fótum sér þegar Ægir konungur löðrungar hamrana. Verstur fjárinn að ég á enga mynd nærtæka af þessum átökum.
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 5.3.2015 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.