1.3.2015 | 01:34
Vetrarhitinn - til þessa
Alþjóðaveðurfræðistofnunin skilgreinir veturinn sem þrjá mánuði, desember, janúar og febrúar. Hér á landi eru vetrarmánuðirnir fjórir, ekki nokkur leið að telja marsmánuð til vorsins. Það er þó fróðlegt að líta á hver meðalhiti alþjóðavetrarins er (strangt tekið alþjóðanorðurhvelsvetrarins) hér á landi. Það hafa hungurdiskar gert áður á sama tíma árs.
Nú er febrúar liðinn og (bráðabirgða-)tölur liggja á borðinu. Ritstjóri hungurdiska reiknar landsmeðalhita í byggð mánaðarlega sér til hugarhægðar - en ekki er víst að aðrir sem reikna fái sömu útkomu - sömuleiðis er ekki víst að nákvæmlega sama aðferð verði notuð að ári.
Útkoman í ár er -0,9 stig. Þetta er lægsta tala síðan (alþjóða-)veturinn 1999 til 2000, en þá var meðalhitinn -1,1 stig. Það munar reyndar litlu á hitanum nú og 2002, 2004 og 2005.
Myndin hér að neðan sýnir landsmeðalhita alþjóðavetrarins á landinu aftur á 19. öld.
Lárétti ásinn sýnir árin, en sá lóðrétti hita. Takið eftir því að lárétti ásinn er slitinn í sundur á milli -6 og -8 stiga til þess að koma vetrinum 1880 til 1881 inn á blaðið. Kaldasti mánuður þess vetrar var reyndar mars - og dró hann meðaltalið enn neðar. Frostaveturinn 1917 til 1918 teygir sig niður undir slitið á kvarðanum.
Súlurnar sýna hita einstakra vetra, en rauða línan sýnir 10 ára keðjumeðaltal. Örin bendir á 2015, töluvert kaldari en í fyrra og mun kaldari en 2013. Meðalhitinn nú er +0,3 stigum yfir meðallaginu 1961 til 1990, -0,4 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára og -0,1 stigi undir meðallaginu 1931 til 1960.
Litla línuritið til hægri á myndinni sýnir 10-ára keðjumeðaltalið eitt og sér - á því kemur vel fram hvað mikið hefur hlýnað á tímabilinu.
Á hlýskeiðinu 1925 til 1965 komu 15 (alþjóða-)vetur þar sem meðalhitinn var undir -1,0 stigi. Slíkur hefur ekki enn komið á nýju öldinni - kemur samt einhvern tíma á næstu árum - annars er illt í efni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 56
- Sl. sólarhring: 111
- Sl. viku: 2503
- Frá upphafi: 2434613
Annað
- Innlit í dag: 50
- Innlit sl. viku: 2224
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 44
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
á mínum heimaslóðum tilheyrir desember haustmánuði. vetur er janúar-mars vorið byrjar í apríl. er ekki úrkoma yfir meðaltali sem af er vetri
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 1.3.2015 kl. 07:29
Takk fyrir þetta Trausti. Tvær athugasemdir þó (og þrjár með smá hrósi). Ég held að flestir telji nóvember vera ekki minni vetrarmánuð en mars þannig að nær væri þá að tala um fimm vetrarmánuði hér á landi en ekki fjóra.
Þá er það hlýnunin. Þarna er miðað við hita frá árinu 1840. Samkvæmt línuritinu virðist vera óhætt að tala um allt tímabilið frá 1840-1920 sem eina langa litlu-ísöld, svo það er nú ekki merkilegt að hlýni eftir það.
Hrósið gildir um extra-kuldatímann í kringum 1880, eða þegar vesturheimsferðirnar voru í hámarki. Með þessum veðurfarsrannsóknum fæst alveg ný sýn á Íslandssöguna og túlkun á þessu tímabili. Í stað þess að leita ástæðunnar til vondra embættismanna - og kúgunar Dana á landanum - er myndin af þessum erfiðleikaárum orðin miklu nýanseraðri. Kuldinn á þessum árum hefur skipti miklu meira máli hvað þetta varðar, jafnvel mestu máli.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 1.3.2015 kl. 10:15
Takk fyrir skemmtilegt og fróðlegt blog. Fróðir menn í Nuuk segja mér að í ár sé snjóþyngsti og kaldasti vetur síðan 1983. Ég þekki ekki hvernig samsvörunin er milli Íslands og vesturströnd Grænlands , en mig grunnar samt hún sé jákvæð (correlation=samsvörun). Þetta er bara góð ágiskun.
Eirk den Røde (IP-tala skráð) 1.3.2015 kl. 18:03
Snjóþyngslum er oft ruglað saman við vetrarfrosthörkur. Þetta gerir öldungardeilarþingmaðurinn sem telur snjóbolta í Washington sanna að NASA gaurinn sem er hér á landi nú vaði í villu og svíma með hlýnun loftslags á jörðinni.
Ómar Ragnarsson, 1.3.2015 kl. 20:42
Það er hægt að skipta árstíðum á ýmsa vegu, jafnvel telja desember til haustsins og nóvember til vetrarins. Íslenska misseristímatalið telur vetur standa hálft árið, frá því síðla í október og fram yfir miðjan apríl. Hlýnunin á tímabilinu mælist einna best með því að sjá hversu mikið hlýrra kuldaskeið 20. aldar var heldur en 19. aldarkuldaskeiðið. Sömuleiðis hversu hlýrra 20. aldarhlýskeiðið var heldur en 19. aldarhlýskeiðið (rétt fyrir miðja 19. öld). Núverandi hlýskeið er ekki orðið nógu langt til þess að við sjáum hvort hlýnunin heldur áfram með sama hraða eða ekki. Rétt er að miklir kuldar voru á Vestur-Grænlandi upp úr 1980 - en þeir voru enn meiri upp úr 1990. Síðan hefur verið tiltölulega „hlýtt“ á Vestur-Grænlandi - en þar hefur aftur á móti verið mjög kalt að undanförnu. Hvort það er bara eitthvað skammtímafyrirbrigði eða hvort kuldinn mun standa í nokkur ár verður bara að koma í ljós. Veturinn hefur verið sérlega kaldur í Bandaríkjunum norðaustanverðum - og febrúarmánuður sérstaklega - tölur ættu að berast um það næstu daga hvar hann lendir í röðinni. Aftur á móti hefur verið mjög hlýtt í vestanverðum Bandaríkjunum og í Alaska - svo varla þekkist hlýrri tíð. Sömuleiðis hefur veturinn verið mjög hlýr á heimsvísu.
Trausti Jónsson, 1.3.2015 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.