Aðallega norðan

Norðaustanátt er á landinu þegar þetta er skrifað (seint á föstudagskvöldi 27. febrúar). Að sögn reiknimiðstöðva mun hún verða ríkjandi að minnsta kosti fram á þriðjudag - en auðvitað ekki alveg tilbrigðalaus frekar en oftast.

Dæmi eru þó um tilbreytingarlitla norðaustanátt langtímum saman á þessum tíma árs - en það er helst þegar loftþrýstingur er hár - hæð yfir Grænlandi en lægðir langt suður í höfum. Nú að vísu hæð við Grænland, en það er svona rétt að miðjuþrýstingurinn slefi í 1000 hPa - en veldur þó töluverðum vindstreng norður í hafi þar sem illviðrislægðin sem plagaði okkur í gær (fimmtudag) er enn á sveimi - og verður reyndar næstu daga.

En við lítum á háloftaspákort sem gildir síðdegis á sunnudag (1. mars). Jafnhæðarlínur eru heildregnar en þykktin er sýnd með litum. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Mörkin á milli grænu og bláu litanna er við 5280 metra - meðalþykkt hér á landi í lok febrúar er í kringum 5240 metra.

w-blogg280215a

Litakvarðinn batnar að mun sé myndin stækkuð. Hér er dálítil háloftahæð yfir Grænlandi en lægðir suður og austur undan. Jafnhæðarlínur eru gisnar við landið og háloftavindar því vægir - engin illindi þar um helgina.

Það er þó ekki veðurlaust í þessari flatneskju - kalds vestanloftið nær nærri því til Íslands - leitar til okkar úr suðri. Á móti kemur norðanátt. Á milli er lítil tota af heldur hlýrra lofti (örin bendir á hana). Þar er líka éljagarður. Evrópureiknimiðstöðin og gfs-líkan bandarísku veðurstofunnar halda garðinum frá landi - en hirlam-líkan dönsku veðurstofunnar sendir garðinn inn á land á sunndagskvöld - harmonie-líkanið fylgir stóru stöðvunum þegar þetta er skrifað. 

Það er alltaf eitthvað vafamál í veðurspánum - þau eru reyndar fleiri þessa helgina, en rétt að skrúfa nú fyrir froðuna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2020
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.8.): 255
 • Sl. sólarhring: 476
 • Sl. viku: 3158
 • Frá upphafi: 1954498

Annað

 • Innlit í dag: 242
 • Innlit sl. viku: 2806
 • Gestir í dag: 236
 • IP-tölur í dag: 233

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband