Nokkurra daga norđanátt - en ekki sérlega köld

Norđanáttin sem náđi undirtökunum á landinu í dag (fimmtudag 26. febrúar) virđist ćtla ađ halda sér í nokkra daga, eitthvađ fram yfir helgi. Stundum verđur ţó stutt í vestanátt suđurundan og ekki langt í éljabakka sem henni fylgja. 

Lćgđin sem hefur valdiđ illviđrinu í dag og í gćr hreyfist nokkuđ rösklega til norđausturs og verđur úr sögunni síđdegis á morgun, föstudag. En ný lćgđ, sem nálgast ţá landiđ, virđist ćtla ađ fara til austurs fyrir sunnan ţađ. En stutt verđur í hríđarbyl henni samfara syđst á landinu og á Suđausturlandi ţegar hún fer nćst landi undir kvöld. Norđaustanáttin á Vesturlandi og Vestfjörđum hefur varla tíma til ađ ganga alveg niđur.

Kortiđ sýnir 925 hPa spá evrópureiknimiđstöđvarinnar sem gildir kl.21 annađ kvöld (föstudag 27. febrúar). 

w-blogg270215a

Jafnhćđarlínur eru heildregnar, vindur sýndur međ hefđbundnum vindörvum og hiti međ litum (kvarđinn batnar sé myndin stćkkuđ). Eins og sjá má er norđanáttin ekkert sérlega köld - međalhiti í 925 hPa yfir Keflavík síđustu 25 ár er um -2 stig. Hér er hitinn á ţeim slóđum um -4 stig sem telst ekki sérlega kalt í norđanátt. 

Lćgđakerfiđ fyrir sunnan land hreyfist til austurs og má sjá stöđuna um hádegi á laugardag (28. febrúar) á nćsta korti.

w-blogg270215b

Föstudagslćgđin er komin austur undir Fćreyjar og norđaustanáttin einráđ á landinu međ éljum nyrđra og eystra - en kannski verđur bjartviđri á Suđurlandi. Mjög kröpp lćgđ nálgast Bretlandseyjar úr vestri. 

Punktalínurnar á kortinu sýna hita í 850 hPa-fletinum. Ţar er uppi mjög svipuđ stađa og í mestallan vetur. Jökulkuldi viđ Labrador ţar sem frostiđ í fletinum er meira en -30 stig og kaldur fleygur ţađan út á Atlantshaf, en mjög hlýtt á öllu svćđinu milli Norđaustur-Grćnlands og yfir til Noregs. Ţađ rétt sést í -15 stiga jafnhitalínuna alveg efst á kortinu. Hún á ađ vísu ađ síga jafnt og ţétt til suđurs í átt til okkar nćstu daga - og kemst e.t.v. alla leiđ áđur en norđanáttinni lýkur. 

Ađ sögn ţeirra miđstöđva sem fylgjast međ hafís er útbreiđsla hans viđ Austur-Grćnland nú um 100 ţúsund ferkílómetrum undir međallagi ţrjátíu ára - svipađ og í fyrra (cryosphere today). Sama heimild segir ađ nú sé hins vegar talsvert meiri ís í Barentshafi en var á sama tíma í fyrra - en ţó undir međallagi ţrjátíu ára - enda var ísmagn ţá um 50 prósent af međallagi - eđa minna. Hvort íss verđur vart hér viđ land í vor rćđst af ríkjandi vindum í Grćnlandssundi. 

Heildarísmagn í öllum norđurhöfum er međ allra minnsta móti um ţessar mundir, í lok janúar var ţađ ţađ ţriđja minnsta sem um getur á samanburđartímanum (frá og međ 1979) (nsidc.org). En vetrinum er ekki lokiđ - ísútbreiđslan nćr oftast ekki hámarki fyrr en eftir jafndćgur og jafnvel síđar og alvanalegt er ađ Austurgrćnlandsísinn sé ekki í hámarki fyrr en í apríl. Ţótt ţađ sé nú meira tilfinning ritstjórans heldur en beinharđar stađreyndir sýnist honum sem veturinn hafi veriđ fremur hćgviđrasamur í Norđur-Íshafinu - hvađ ţađ táknar varđandi ísinn eđa hvort ţađ táknar eitthvađ yfirleitt veit hann ekki. 

En fréttir hafa borist af ţví (dmi - danska veđurstofan upplýsir) ađ ís viđ Vestur-Grćnland sé međ meira móti - miđađ viđ undanfarin ár. Lagnađarís er líka međ mesta móti á vötnunum miklu á landamćrum Kanada og Bandaríkjanna - enda hefur veriđ óvenjukalt á ţeim slóđum. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 2477
  • Frá upphafi: 2434587

Annađ

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 2201
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband