Fleiri lægðir

Veður dagsins (sunnudaginn 22. febrúar) er nú (um miðnæturbil) rétt farið að ganga niður um landið vestanvert - og vindur að hallast til norðausturs um land allt. 

w-blogg230215a

Síðdegis á þriðjudag er norðanáttin ekki alveg gengin niður austast á landinu og norðaustanátt verður enn á Vestfjörðum. Einhver lægðardrög og éljabakkar verða við landið vestanvert. 

En næsta lægð verður síðdegis á þriðjudag (kortið gildir kl. 18) við Nýfundnaland - og í foráttuvexti. Á þessu korti er hún um 984 hPa í miðju og á hraðri leið til norðausturs. Austan hennar streymir mjög hlýtt og rakt loft til norðausturs - en í kjölfarið kemur illkynjaður kuldi - sjá má tvö lymskuleg lægðardrög hans rétt vestan lægðarmiðjunnar. Reiknimiðstöðvar virðast sammála um það að þessi kuldi nái stefnumóti við hlýja loftið - svo vel heppnuðu að sólarhring síðar á lægðin að vera komin niður í 942 hPa - þá á sunnanverðu Grænlandshafi. 

Gangurinn í þessu verður svo hraður að fyrsti áfangi illviðris lægðarinnar (austan- og suðaustanáttin) verður væntanlega fljótur að komast yfir landið á miðvikudag. Evrópureiknimiðstöðin spáir lægðinni síðan til austurs og norðausturs skammt fyrir sunnan land - en bandaríska veðurstofan gerir lægðina nærgöngulli við landið - við trúum henni síður þar sem hún virðist ekki vera alveg búin að jafna sig á fataskiptunum um daginn (gefum henni samt auga). 

Nokkuð magn af köldu lofti liggur í leyni við Norðaustur-Grænland og gæti lent í átökum við lægðina - nú eða styrkt hana - en við látum vangaveltur um það bíða betri tíma. 

En illviðrum er ekki lokið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 127
  • Sl. viku: 2477
  • Frá upphafi: 2434587

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 2201
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband