Mjög djúp en sundurtætt lægð

Um helgina dýpkar lægð mjög mikið fyrir sunnan land og hreyfist jafnframt austur. Mjög algengt er að lægðir falli í stafi þegar þær eru farnar að grynnast - en sjaldséðara að ekkert heildarskipulag náist meðan lægðin dýpkar hvað mest. Þetta er auðvitað enn sem komið er aðeins í nösunum á reiknimiðstöðvum - en trúlega hafa þær rétt fyrir sér í þetta sinn. 

Kortið hér að neðan sýnir hæð 925 hPa flatarins ásamt vindi og hita í fletinum kl. 15 á sunnudag (22. febrúar). 

w-blogg210215a

Jafnhæðarlínur eru heildregnar, því þéttari sem þær eru því meiri er vindurinn. Vindur er sýndur með hefðbundnum vindörvum og hiti með litum. 

Lægðin er svo djúp (um 955 hPa þar sem lægst er) að stutt er upp í 925 hPa-flötinn, línan sem liggur í kringum þá lægðarmiðju sem er beint fyrir sunnan land sýnir 280 metra. Fimm lægðarmiðjur eru merktar á kortið - en þær eru sjálfsagt fleiri. 

Á laugardagskvöld fer að hvessa af suðaustri yfir landinu suðvestanverðu en vindur snýst síðan smám saman til austurs. Töluverð óvissa er um vindhraða - látum Veðurstofuna um að vakta þá þróun. En þegar lægðakraðakið er komið lengra til austurs snýst vindur til norðaustanáttar sem á að ríkja að minnsta kosti mánudaginn á enda. 

Við sjáum að mjög stutt er í til þess að gera hlýtt loft - alla vega frostleysu - og enn er hugsanlegt að hann nái að hlána syðst á landinu og þar sem vindur stendur af fjöllum á suðvesturlandi. 

Úrkomumagn er líka óljóst - það er að segja að töluverð úrkoma fylgir kerfinu - en ekki á hreinu hvað mikið fellur og hvar. 

Þegar þetta er skrifað (seint á föstudagskvöldi 20. febrúar) virðist sem vindur í úrkomumyndunarhæð hafi snúist til austurs þegar meginúrkomusvæðið nær til landsins - það dregur úr líkum á verulegri snjókomu á Vestur- og Suðvesturlandi - en ekki skulu ferðamenn alveg treysta á það. Þótt snjólaust megi nú heita víða um land (nokkrar undantekningar þó) er skafrenningur fljótur að láta á sér kræla þegar vindur er mjög hvass. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband