Mikill órói

Og enn blotar - og frýs svo aftur - og - og .. Ekkert lát er á umhleypingunum. Lćgđin sem verđur viđ landiđ á laugardag (14. febrúar) og sunnudag er djúp. Reiknimiđstöđvar eru ţó ekki alveg vissar um hversu djúp hún verđur. Ţađ flćkir mjög máliđ ađ lćgđin er ekki ein á ferđ - heldur er önnur sem dregur hana uppi og reynir ađ sameinast ţeirri fyrri. 

Ţessi lćgđasameining hefur ţann „kost“ ađ útsynningurinn sem ćtti ađ fylgja fyrri lćgđinni strax á laugardagskvöld kemur ekki - fyrr en nćrri sólarhring síđar. Nema ađ ţađ sé einmitt ókostur? Ţetta stendur ţó mjög glöggt. 

En blotinn er mikill - kortiđ hér ađ neđan sýnir hámark hlýindanna um miđnćtti á laugardagskvöld. 

w-blogg140215a

Jafnţykktarlínur eru heildregnar - en hiti í 850 hPa-fletinum er sýndur í lit. Ţykktarmynstriđ yfir landinu er flókiđ - kaldara er áveđurs (í uppstreyminu) en hlýrra norđan fjalla ţar sem niđurstreymi er mest. 

En ţetta fýkur fljótt hjá. Meginspurningin er hversu seint síđari lćgđin kemur ađ landinu. Ţví síđar sem ţađ gerist ţví líklegra er ađ töluverđ snjókoma fylgi kuldaskilunum - einkum ţá um landiđ vestanvert. - Sameinist lćgđirnar hins vegar beint vestur af landinu fara kuldaskilin hratt hjá og hann gengur strax í útsynning međ hefđbundnum éljum. Hvor kosturinn er skárri er smekksatriđi - einkum snjór - eđa einkum hálka - gjöriđ svo vel.

En útsynningurinn er svo ansi kuldalegur - eins og kortiđ ađ neđan sýnir. Ţađ gildir kl. 18 síđdegis á mánudag. Élin gćtu orđiđ efnismikil eftir ađ Grćnlandshaf hefur reynt ađ hita loftiđ upp undir frostmark. 

w-blogg140215b

Hlýja loftiđ er hér alveg horfiđ - langt norđur í Ballarhaf - hugsanlega rignir á Svalbarđa (ţađ vill örugglega enginn ţar um slóđir). Viđ sjáum hvernig klćr kuldabola falla niđur af Grćnlandi og reyna ađ krćkja sig austur fyrir sunnan Hvarf. Ţykktin sem var meiri en 5460 metrar um einum og hálfum sólarhring áđur er nú komin niđur í 5080 yfir miđju landi - fall um 380 metra eđa meira, 19 stiga hitafall (og e.t.v. meira ţar sem mest verđur). - Ć. 

En - rúmum sólarhring síđar á ţykktin ađ vera komin aftur upp fyrir 5300 metra - svo greinir reiknimiđstöđvar ađ - eins gott - ţađ gefur von. En ađ sögn mun hiti verđa í međallagi nćstu tíu daga - jú, međaltaliđ af -10 og +10 er núll. Ţetta er mikill órói. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg120425b
  • w-blogg120425a
  • w-blogg080425b
  • w-blogg080425a
  • w-blogg060425b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 2461098

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 868
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband