12.2.2015 | 02:26
Öfugt
Eitt þeirra veðurorða sem sjá má á gömlum bókum og dagbókarfærslum er hornriði - og er eitt þeirra orða sem skýrir sig að miklu leyti sjálft - eftir að búið er að skýra það. Sveinn Pálson læknir og náttúrufræðingur skilgreindi hornriða svo: Það er, að skýin dregur upp frá vestri, og þó blæs á austan eða norðaustan. Margir fara þó mun frjálslegar með hugtakið heldur en Sveinn. Ritstjóri hungurdiska vill gjarnan koma því inn í nútímaveðurmál - en vill samt ekki trampa um of á hinni hreinu skilgreiningu Sveins á skítugum skónum.
Hann kallar samt ástand þegar vindur blæs úr mismundandi áttum í misjöfnum hæðum riðið. Önnur ástæða fyrir því að segja að loft eða ástand sé riðið er sú að þá mynda jafnhæðarlínur og jafnþykktarlínur horn á milli sín þannig að úr verður net - og má þá sjá riða (möskva) - eins og í hefðbundnum netum.
Sértilvik er þegar vindur blæs úr öfugum áttum uppi og niðri - það kallar ritstjórinn öfugsniða - sem er hrá þýðing á alþjóðaorðinu reverse shear.
Eftir þennan langa (og illskiljanlega) inngang er komið að dæmi dagsins. Við sjáum fyrst spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um vindhraða í 100 metra hæð föstudaginn 13. febrúar kl. 6. Munum að töluverðu getur munað á vindhraða í 100 metra hæð og í hefðbundnum 10 metrum mælimastranna.
Lægð er suður af landinu og mikill vindstrengur af austnorðaustri á milli hennar og lands - og nær alveg upp að landi. Þetta eru að nokkru leyti hefðbundin hitaskil, sunnan við þau er suðaustanstrekkingur. Oftast er hægt að ganga út frá því að vindur í hlýjum geirum - sé af svipaðri átt niðri og í háloftunum. Það er hann líka í þessu tilviki.
Við gætum búist við því að háloftavindur yfir austnorðaustanstrengnum sé líka suðaustlægur - en það er hann ekki í þessu tilviki (ekki enn) heldur er hann af suðvestri. Þetta sést vel á 500 hPa-kortinu hér að neðan sem gildir á sama tíma og sýnir sama svæði.
Ef við rýnum í kortið má sjá að þar er nærri því allstaðar hlýtt aðstreymi - vindur ber hlýrra loft með sér bæði að sunnan og vestan. Lendi hlýtt aðstreymi eins og það sem þarna kemur að sunnan á móts við kalt skerpir á suðvestanáttinni uppi - og norðaustanáttinni niðri - þá yrði norðaustanhríð á Suðurlandi. Slíkt veðurlag er alltaf illt og athyglisvert. Þegar suðaustanáttin nær landi hlánar.
Reyndar er það svo að þessu sinni að við virðumst eiga að sleppa við hríðina því hlýja aðstreymið að (suð)vestan valtar yfir allt skömmu síðar en þetta kort gildir og færir okkur hláku í stað hríðar.
En það er raunveruleg óvissa um það hversu langt austnorðaustanhríðin nær - kannski sleppur landið allt?
En látið þetta ritstjórahjal ekki rugla ykkur - fylgist heldur með spám Veðurstofunnar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 166
- Sl. sólarhring: 261
- Sl. viku: 3658
- Frá upphafi: 2430705
Annað
- Innlit í dag: 122
- Innlit sl. viku: 3003
- Gestir í dag: 109
- IP-tölur í dag: 103
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sæll Trausti !
Mig langar til að spyrja þig um orðnotkun: Hér eystra (í það minsta) er ekki talað um að það hláni, nema það gangi í hláku, þ.e. það komi nægjanleg hlýindi með úrkomu til að sjnó taki upp svo um muni. Algengara er, eins og veðurfari er háttað norðaustan- og austanlands að vetrarlagi að það bloti, þegar rennur á með frostlaust (og þá oftast þurrt) veður. Ég hef heyrt talað um spilliblota, þegar blotinn veldur því að skel myndast á snjó og rennur í svell þar sem snjólag er þynnra. Trúlega hefur það þótt spilla beit hér fyrrum, en spillibloti veldur líka leiðinda færi fyrir gangandi mann.
Gaman væri að heyra hverju þú hefur vanist í orðalagi Borgfirðinga.
Bestu kveðjur, þinn gamli MA-skólabróðir Þórhallur Pálsson
Þórhallur Pálsson, 12.2.2015 kl. 08:31
Mig minnir (langt síðan ég las) að orðið "hornriði" sé útskýrt í bók sem heitir "Austantórur".
Þar er talað um þetta sem stöðugan austanstrekking og verið að vísa til fátækra bænda sem komu ríðandi að austan í innkaupaferðir á Eyrarbakka. Bændurnir þeir voru með hornístöð og af því er orðið komið.
"Austantórur" er svo í sjálfu sér afar gott veðurmerki hér á Skeiðum. Þá er skýjað nema rof er í skýin í austrinu fyrir norðan Heklu.
Óbrigðult með viðvarandi ótíð!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.2.2015 kl. 14:57
Þórhallur - ég er nokkurn veginn sammmála þér með hlákuna - hún þarf helst að verða til þess að eitthvað taki upp af snjó - en hláka getur líka komið í auðu (eins og oft er í Borgarfirði) þannig að svell hjaðni. Bloti er oftast blautur hér syðra (bloti kemur varla í snjólausu - eins og hlákan getur gert) - frjósi svo strax aftur áður en tekið hefur upp - verður úr spillibloti. En nú á tímum margra orða og mikillar froðu - fljóta gamlar merkingar út, drukkna jafnvel og orðin týnast síðan.
Bjarni, ég sá orðið hornriða fyrst í Austantórum Jóns Pálssonar - þar er merkingin nokkuð önnur en er hjá Sveini - staðbundnari myndi ég ætla - en innkaupaferðirnar kannast ég ekki við sem ástæðu nafngiftarinnar. Jón hengir saman hornriða, austantórur og fjallasperring á mjög myndrænan hátt - hann er raunar nokkuð nærri því að lýsa aðstæðum mikilla síðdegisskúra (jafnvel þrumuveðra) að sumarlagi - þar kemur vindáttarbreyting með hæð mjög við sögu.
En hugtakið hornriði hefur verið notað um allt landið vestan- og sunnanvert. Haraldur Matthíasson sem lýsir veðri uppi í Hreppum er með hornriðann nánast í merkingu Sveins - „Uppgangur úr suðri eða útsuðri“ ... „en blæs á móti með landnyrðing“. Magnús Ketilsson dalasýslumaður (18.öld) er líka með orðið í svipaðri eða sömu merkingu.
Trausti Jónsson, 12.2.2015 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.