Köld vestanátt

Eftir hlýja suđvestanátt tekur köld vestanátt viđ. Neđri hluti veđrahvolfs er oftast vel hrćrđur viđ slíkar ađstćđur og hitinn ţess vegna e.t.v. ekki alveg jafnlágur og búast mćtti viđ - miđađ viđ kuldann í háloftunum. Sjór vestur af landinu er hlýr og hitar kalt loft baki brotnu hvort sem ţađ er komiđ ađ sunnan fyrir Grćnland - eđa ađ einhverju leyti yfir ţađ. 

Skilakerfi heimskautarastarinnar hreinsast frá - í bili - nokkuđ langt austur fyrir land - en vindur er samt býsna stríđur í háloftunum og sér til ţess ađ viđhalda vestan- eđa suđvestanáttinni eins og sjá má á kortinu hér ađ neđan.

w-blogg100215a

Kortiđ sýnir vindátt (örvar) og vindhrađa (litir) í 100 metra hćđ um hádegi á miđvikudag (11. febrúar). Lengst til hćgri má enn sjá til hlýindanna - kuldaskilin eru rétt sunnan viđ Fćreyjar. Viđ Ísland eru tvćr smálćgđir - nokkuđ snarpar. Ţćr hreyfast báđar til austnorđausturs og eru fullar af éljabökkum eđa stökum éljum. Ţađ er einkum sunnan viđ ţćr sem vindur nćr sér upp - en norđaustanáttin á Grćnlandssundi er veik - aldrei ţessu vant. Rétt er ađ minna á ađ vindur í 100 metra hćđ er ađ öđru jöfnu nokkru meiri en niđur í venjulegri 10 metra mćlihćđ.  

Nćsta kort sýnir ţykktina og hita í 850 hPa-fletinum á sama tíma (hádegi á miđvikudag 11. febrúar).

w-blogg100215b

Jafnţykktarlínur eru heildregnar - en hiti í 850 hPa er sýndur í lit (kvarđinn batnar viđ stćkkun). Ţađ vekur athygli hversu ţéttar jafnţykktarlínurnar eru - en samt er áttin vestlćg yfir Íslandi og ađeins veik norđaustanátt í Grćnlandssundi. Ţykktarmunur yfir landiđ frá norđvestri til suđausturs er um 140 metrar.

Ţađ jafngildir um 18 hPa - og vćri logn í 500 hPa ţýddi ţađ ţrýstivind á bilinu 25-30 m/s af norđaustri á landinu - og leiđindaveđur satt best ađ segja. En suđvestanátt háloftanna gerir meira en ađ jafna ţetta út - rétt tćplega svo í Grćnlandssundi (ţar er ţrátt fyrir allt norđaustanátt viđ yfirborđ). 

Rétt er ađ benda á ađ smálćgđirnar tvćr sjást á ţykktarkortinu sem öldur á jafnhćđarlínunum. 

Ţessi tími (hádegi á miđvikudag) er valinn vegna ţess ađ ţá á útbreiđsla kalda loftsins ađ vera í hámarki. Ţađ er 4980 metra jafnţykktarlínan sem gengur yfir Jökulfirđi og frostiđ í 850 hPa er -16 til -18 stig í 850 hPa yfir landinu norđvestanverđu. Tölur sem ţessar eru mun algengari í norđanátt heldur en í vestanátt eins og nú og gefa tilefni til mikilla élja - en vonandi sleppum viđ flest međ skrekkinn. 

En ţetta er allt hverfult. Til ađ sjá ţađ betur lítum viđ á norđurhvelskort sem sýnir 500 hPa-hćđ og ţykkt kl. 18 ţennan sama miđvikudag (11. febrúar).

w-blogg100215c

Ísland er rétt neđan viđ mitt kort. Mesti kuldi norđurhvels er nú á slóđum Stóra-Bola, viđ Baffinsland og önnur kuldamiđja er viđ norđausturhorn Grćnlands. Hćđin sem fćrđi okkur hlýindin hefur hörfađ austur til Ţýskalands. Viđ sjáum fjölmargar efnilegar bylgjur á heimskautaröstinni. Allar ţćr sem eru á milli okkar og Klettafjalla skipta máli fyrir veđur hér á landi nćstu daga og viku. 

Sú nćsta er á kortinu rétt austan viđ Nýfundnaland og hafa spár um örlög hennar veriđ gríđarlega misvísandi síđustu daga - og enn er varla ljóst hvađ hún gerir hér viđ land. Gćti e.t.v. fariđ alveg fyrir og ţar međ framlengt kuldann hér - gćti líka valdiđ (sjaldséđri) norđaustan- eđa austanhríđ á Suđurlandi - en gćti líka valdiđ góđri hláku á föstudag - ?

Ţađ er líka sjálfsagt ađ benda á ađ kuldinn vomir enn yfir norđurhluta Bandaríkjanna - erfiđir tímar framundan hjá spámönnum norđausturstrandarinnar - og lćgđin kalda viđ Tyrkland er mjög illvíg - einhverjir nefndu ađ ţar vćri spáđ mikilli snjókomu í fjallabyggđum. - Nú og ábyggilega snjóar mikiđ í Japan - ţar eru menn ţó betur búnir til slíks heldur en víđa annars stađar. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 43
  • Sl. sólarhring: 146
  • Sl. viku: 1964
  • Frá upphafi: 2412628

Annađ

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 1717
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband