Kuldinn nálgast (?)

Það bar til tíðinda í dag (sunnudaginn 8. febrúar) að hiti komst í 17,4 stig á Dalatanga. Þetta heggur nærri íslandsmeti í febrúarhita - en ekki samt alveg.

Það opinbera er 18,1 stig - einnig frá Dalatanga (1998) en ein tala er til hærri, 18,3 stig (2005) en hefur ekki hlotið náð úrskurðarráðs um veðurmet (sem hefur reyndar ekki verið stofnað). Um þessi mál var fjallað í pistli á hungurdiskum 14. febrúar 2011 - [ritstjórinn þóttist viss um að það hefði verið 2013 - en svona er tíminn fljótur að líða]. 

En nú eru mestu hlýindin að líða hjá og stutt er í kalt loft - þó því gangi illa ð komast til landsins. 

w-blogg090215a

Kortið sýnir hæö 925 hPa-flatarins (í 600 til 700 metra hæð yfir landinu í dag - heildregnar línur), hita í fletinum (litir - kvarðinn batnar sé kortið stækkað) og vind sem sýndur er með hefðbundnum vindörvum. 

Hlýr strókur stendur austur af landinu þar sem sjá má töluna 9,0 stig. Hér sést greinilega að hann er tengdur niðurstreymi - af völdum landsins. Frostmarkið er á mörkum gulu og grænu litanna og við sjáum af legu vindörva og lita lengst til vinstri á kortinu að vindurinn er að bera kaldara loft í átt til okkar. 

Það gengur þó hægt - en síðdegis á morgun (mánudaginn 9. febrúar) verður staðan sú sem sýnd er á kortinu hér að neðan.

w-blogg090215b

Þarna má sjá að lægðarbylgja fyrir vestan land hefur hægt á framrás kuldans - þannig að bláu litirnir eru ekki komnir miklu lengra en þeir voru í dag - en gulir litir þó nánast horfnir af landinu. Töluverð óvissa fylgir lægðarbylgjunni - vonandi sleppum við þó við hvassviðri (umfram það sem verið hefur) af hennar völdum. 

Síðasta kortið sýnir stöðuna kl 18 á þriðjudaginn (10. febrúar). 

w-blogg090215c

Jæja, nú virðist vera komið frost - og reyndar er mjög stutt í mjög kalt loft. Fjólublái liturinn byrjar hér við -16 stig. Ekki stendur til að við fáum þetta kalda loft suður um heiðar - en það gæti svosem snert norðurströndina á miðvikudaginn.

Framhaldið er svo verulega óráðið - en flestir virðast þó sammála um að hlýindin snúi aftur - um síðir. En ætli kuldinn á miðvikudag (og fimmtudag og föstudag???) sjái ekki til þess að koma meðalhitanum aftur niður úr topp tíu austanlands. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg080125a
  • w-blogg070125hb
  • w-blogg070125ha
  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 81
  • Sl. sólarhring: 554
  • Sl. viku: 3573
  • Frá upphafi: 2430620

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 2930
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband