Fyrst uppi - síđan niđri

Ţegar venjuleg lćgđakerfi nálgast úr suđvestri gera ţau fyrst vart viđ sig međ klósigum og síđan bliku. Í fljótu bragđi mćtti ćtla ađ suđvestanátt blási í skýjahćđ - en sé fylgst nánar međ skýjunum má oft sjá ađ ţau hreyfast í raun úr norđvestri til suđausturs - í hvassri norđvestanátt. Sunnanátt í neđri lögum kemur svo löngu síđar. 

Á morgun (mánudaginn 2. febrúar) gengur mikill háloftahryggur inn yfir landiđ úr vestri. Honum fylgir mjög hlýtt loft efra - meira ađ segja niđur í mitt veđrahvolf. Stađan kl. 18 síđdegis sést vel á spá evrópureiknimiđstöđvarinnar.

w-blogg020215a

Ísland er á miđri mynd - Skotland neđst til hćgri. Jafnhćđarlínur eru heildregnar, ţví ţéttari sem ţćr eru ţví meiri er vindurinn - vindörvarnar sýna styrk hans og stefnu. Litir sýna hita, viđ sjáum ađ litirnir eru mjög ţéttir yfir landinu austanverđu og ţar austan viđ - ţar er vindurinn líka mestur - meiri en 50 m/s ţar sem mest er. 

Frostiđ er rúm -40 stig í dökkbláa litnum - en ekki nema -17 stig í ţeim brúna vinstra megin á kortinu - yfir suđausturströnd Grćnlands. Reiknimiđstöđin segir ađ háskýjabakki verđi yfir Vesturlandi á ţessum tíma - ekki ţó víst ađ hann sé samfelldur vestur úr. 

Úrkomusvćđiđ og sunnanátt sem ţessi ský bođa á ekki ađ vera komiđ til okkar fyrr en á ţriđjudagskvöld - eđa ađfaranótt miđvikudags. Ţetta er langur undirbúningstími. 

Fyrir tíma tölvuspáa gat tekiđ nokkuđ á veđurspámenn ađ bíđa - ţví niđur í neđri lögum horfir öđru vísi viđ. Ţađ sýnir 925 hPa kort sem gildir á sama tíma. Ţá verđur 925 hPa-flöturinn í um 700 til 800 metra hćđ yfir landinu.

w-blogg020215b

Ţetta kort er nánast eins og úr öđrum heimi. Mjög kalt loft liggur yfir landinu - nćrri ţví eins kalt í 800 metra hćđ eins var í 5,5 km hćđ vestur af landinu á hinu kortinu. Viđ sjáum reyndar ađeins í hlýindin og sunnanáttina neđst til vinstri. 

Fyrir norđaustan land er dálítiđ lćgđardrag sem hreyfist hratt til suđurs og gćti valdiđ hvössum norđanvindi á Austurlandi ţegar ţađ fer hjá. Annars er besta veđur - en nokkuđ kalt um landiđ vestanvert og jafnvel verđur gott veđur megniđ af ţriđjudeginum líka - en rétt er nú fyrir alla ađ fylgjast heldur međ spám Veđurstofunnar ţar um en taka mark á rausinu í ritstjóra hungurdiska. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 269
  • Sl. viku: 2768
  • Frá upphafi: 2427320

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2489
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband