30.1.2015 | 00:43
Austanhafs og vestan
Mikið leiðindaveður er nú (föstudag 29. janúar) víða í Evrópu og landakort meteoalarm lituð gulum og brúngulum aðvörunarlitum og meira að segja sést rauði liturinn á spjaldi morgundagsins - en hann merkir aftakaveður af einhverju tagi. Aðeins 5 veðurstofur af 34 í samstarfinu eru alveg aðvaranalausar í dag og á morgun, þar á meðal Veðurstofan okkar.
Snjókoma plagar Breta, sjávargangur Portúgali og þrumuveður og stormur Miðjarðarhafslönd. Meira að segja er vindi spáð nærri fárviðrisstyrk á Eyjahafi á laugardaginn. Eitthvað vill undan láta.
En við lítum á 500 hPa-spákort bandarísku veðurstofunnar og gildir það um hádegi á laugardag (31. janúar).
Hér eru jafnhæðarlínur heildregnar að vanda og þykktin er sýnd með litum. Kvarðinn batnar sé kortið stækkað. Það er stór háloftalægð sem sér um alla illskuna. Hún dælir köldu lofti að norðan suður yfir Bretland, Frakkland og síðar vestanvert Miðjarðarhaf - en krappar lægðir ganga þar austur um í átt til Grikklands og síðar Svartahafs. Hlýindi eru austantil í álfunni en þeim fylgir hvassviðri og jafnvel rigning.
Eins og venjulega eru mörkin á bláu og grænu litunum við 5280 metra þykkt. Allt undir því er ávísun á vandræði á Bretlandi og Frakklandi og stórvandræði nái svo kalt loft suður á Miðjarðarhaf. Mið-Evrópumenn eru mun vanari þessari þykkt - og hún er því ekki nándar nærri því eins hættuleg þar og vestar og sunnar.
Raunar er þetta loft alls ekki svo mjög kalt því það er komið úr norðri, suður um Noregshaf þar sem það hlýnar mjög yfir hlýjum sjó. Það er austankuldinn sem er alvarlegastur í Evrópu - gjarnan þurrari en þetta - en mun kaldari. Lítið hefur borið á slíku í vetur.
Hlýtt er í vestanverðum Bandaríkjunum en kaldara í austursveitum. Kortið gildir líka á laugardag kl. 12.
Kuldapollurinn Stóri-Boli hristir vetrarhlekkina og litlu má muna að hann nái suður á þéttbýl svæði. Talað er um tvær norðansóknir í næstu viku, á mánudag og miðvikudag. Eftir talsvert kuldakast hefur aftur hlýnað í Alaska - en reiknimiðstöðvar búast við mikilli árás á Alaska, ættaða frá kuldapollinum Síberíu-Blesa, um miðja næstu viku.
Ísland er hins vegar í hæðarhrygg - en þeir sem gaumgæfa smáatriði kortsins sjá dálítið lægðardrag við suðurodda Grænlands - en það fer hjá án teljandi tíðinda hér á landi og hæðarhryggurinn heldur sér. Kannski snjóar eitthvað - en ekki er spáð teljandi vindi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 917
- Sl. sólarhring: 1114
- Sl. viku: 3307
- Frá upphafi: 2426339
Annað
- Innlit í dag: 817
- Innlit sl. viku: 2973
- Gestir í dag: 799
- IP-tölur í dag: 735
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Í Jótlandspóstinum sá ég um daginn grein með yfirskriftina: Heitt á Suðurskautinu og frost í Bandaríkjunum. Ekki las ég greinina alla, en þar var verið að furða sig á þessu, og velt fyrir sér, hvernig á þessu stæði eða hvort það væri einhver umpólun í gangi. Manni bregður líka við þessum snjóavetri hérna allt í einu eftir svona mörg ár, og það í svona langan tíma. Fer þessu ekkert að linna, svo að snjórinn nái að þiðna eitthvað, enda þetta óvanalega langur kafli, án þess að það hláni eitthvað svo heitið geti, og hægt sé að ganga á auðum götum? Maður er orðinn býsna þreyttur á þessum langa snjóakafla.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2015 kl. 11:46
Smáleiðrétting: Þetta átti að vera Norðurpóllinn en ekki Suðurskautið, sem verið var að tala um. Heiti greinarinnar í Jótlandspóstinum var: Vejret går amok: Varme i Arktis - ekstrem kulde i USA.
Ustabile luftstrømme i Arktis er begyndt at sende ekstremt vejr ned mod os. Både i form af massiv kulde fra nord og intens varme fra syd. - Mere ekstremt vejr truer
Indblik 25.01.2015 kl. 03:00
De arktiske luftstrømme er blevet så ustabile, at vi vil få endnu mere ekstremt vejr – både i form af ekstrem kulde fra nord og ekstrem varme fra syd. Sådan lyder beskeden fra Norges førende klimaforskere.
Eins og ég sagði gat ég ekki lesið alla greinina, en þetta er athyglisvert þykir mér. Er hér um loftslagsbreytingar einar sér að ræða eða er jörðin smám saman að umpólast? Hvað er eiginlega í gangi?
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2015 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.