15.1.2015 | 01:21
Hvenær er kaldast á vetrum?
Þessari einföldu spurningu er ekki auðvelt að svara og enn erfiðara hér á landi heldur en víða annars staðar því mánuðirnir desember til mars eru svo jafnir að hita. Síðan er að á bakvið spurninguna liggja margar aðrar í leyni. Hvað er átt við þegar talað er um kaldast?
Þótt veturinn sé jafnkaldur eru hitasveiflur svo miklar frá degi til dags að þeirra gætir í meðaltölum sem ná yfir marga áratugi - og raunar enn lengri tíma. Svo er árstíðasveiflan ekki alveg einföld. Aðalþátturinn - sólarhæðin - breytist mjög lítið frá öld til aldar og sólnánd (sá dagur ársins þegar jörð er næst sólu) breytist líka svo hægt að engu skiptir í þeim röðum hitamælinga sem við höfum aðgang að (um 200 ár).
Annar aðalþáttur - varmarýmd lands og sjávar (í sjálfu sér) breytist ekki heldur frá ári til árs. Það er hins vegar nokkur munur á því frá ári til árs hvernig varmabúskap þeirra er háttað sem og þá samskiptum við loftið. Samanburður hitamælinga á okkar tímum og á 19. öld sýna t.d. að munur er á árstíðasveiflu hita þá og nú - síðvetur og vor voru að jafnaði kaldari heldur en nú. Það teygðist úr vetrinum - í meðaltölum.
Vegna breytileikans frá degi til dags og lítilsháttar áratugabreytileika í árstíðasveiflunni er ólíklegt að við getum neglt niður einhvern ákveðinn dag sem þann kaldasta - með því að búa til algilda útjafnaða (slétta) ártíðasveiflu. Það er þó reynt og gert - og hefur þýðingu auk þess að vera forvitnilegt.
En við látum það alveg eiga sig hér. Það sem hér fer á eftir er að nokkru endurtekið efni eldri hungurdiska - árstíðasveiflu landsmeðalhitans á árunum 1949 til 2014 og skýringarmynd af henni.
Lárétti ásinn sýnir 18 mánuði - til þess að vetur og sumar í heild sjáist í samfellu. Lóðrétti ásinn er meðalhitinn. Kaldasti dagurinn á landinu á þessu tímabili er að meðaltali 18. janúar - þó er sáralítill munur á honum og 19. desember - það eru einhver endurtekin sólstöðukuldaköst sem eru að stríða strauvélinni. Raunar virðist 18. janúar frekar undantekning í sínu umhverfi - dagarnir fyrir og eftir hann eru hlýrri heldur en sólstöðurnar.
Sé spurningu varpað fram um hvaða dag meðallágmarkshiti er lægstur á landinu á þessu tímabili - er svarið 19. desember og talan er -4,96 stig. En meðal-lægsta-lágmark landsins (segjum þetta hægt) er lægst á aðfangadag, 24. desember, -12,2 stig.
Við hljótum að eiga eitthvað inni af hlýjum jólum - nú eða meiri kulda í janúar og febrúar.
Morgunhitinn í Stykkishólmi er til á lager aftur til 1. nóvember 1845. Hvernig skyldi árstíðasveifla hans líta út - hvaða dagur er kaldastur á þessu 169 ára langa tímabili?
Hér virðist strauvélin virka heldur betur -. Að meðaltali er það 25. febrúar sem á kaldasta morgun Stykkishólms, -2,18 stig, en 5. febrúar er skammt undan (reyndar alveg jafn) en talan heitir -2,17 stig. Á milli þessara dagsetninga er hlýrri toppur, þar er 17. febrúar hæstur með -0,63 stig, það munar nærri 1,5 stigum á meðalhita - þrátt fyrir að árin séu nærri 170.
Hver skyldi kaldasti dagurinn verða ef við hefðum mælingar frá landnámi?
Í afgangspistli (síðar) er ætlunin að fjalla um hver er oftast kaldasti dagur vetrarins - (það hlýtur að vera tilviljun) og minnast aðeins á kaldasta dag ársins og kaldasta dag vetrarins. Hvernig skyldi því víkja við?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 44
- Sl. sólarhring: 239
- Sl. viku: 2342
- Frá upphafi: 2414006
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 2155
- Gestir í dag: 39
- IP-tölur í dag: 39
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Er ekki almennt litið svo á að 21. janúar sé að meðaltali kaldasti dagur ársins á norðurhveli jarðar? En það er ekki víst að það eigi við á Íslandi.
Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 15.1.2015 kl. 15:58
Að mér vitandi hefur enginn reiknað tímasetningu norðurhvelslágmarksins nákvæmlega út - þ.e. hvort það ber upp á ákveðinn dag. Það væri þó hægt með hjálp endurgreininganna - en þær eru samt ekkert allt of nákvæmar varðandi þetta -. Aftur á móti hafa menn oft straujað árstíðasveifluna út frá mánaðameðaltölum - dagurinn 21. janúar er líkleg útkoma. Hann er hins vegar nefndur vegna þess að hann er mánuði eftir vetrarsólsktöður - mánuður þykir hæfileg seinkun. Við erum hér að tala um meðalhita frá hvarfbaugum og norður úr. Annars eru árslágmörk og hámörk almennt fyrr á ferðinni á meginlöndunum heldur en við sjó og fyrr á suðlægum breiddarstigum heldur en norðlægum. Þessarar tilhneigingar gætir meira að segja hér á landi.
Trausti Jónsson, 15.1.2015 kl. 20:22
Við hjónakornin eigum afmæli 18.janúar og 21.janúar. Skemmtileg tilviljun að hitta á þessa tvo daga. við hljótum að teljast ansi svöl.
Sveinn Arngrímsson (IP-tala skráð) 15.1.2015 kl. 21:34
Til hamingju með dagana Sveinn
Trausti Jónsson, 16.1.2015 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.