10.1.2015 | 01:12
Norðanátt í vændum?
Óðalægðaskeiðinu á N-Atlantshafi er ekki alveg lokið - en svo virðist þó sem vindur ætli að halla sér til hefðbundinnar norðanáttar hér á landi. Seinni lægðin sem fjallað var um í pistli hungurdiska í gær (fimmtudag) á að valda illviðri í Vestur-Noregi á morgun (laugardag 10. janúar). Norska veðurstofan gefur helstu illviðrum nöfn - þetta heitir Nína og kemur ekki beint við sögu hér á landi.
Við erum enn undir áhrifum lægðar sem er að grynnast fyrir vestan land - hún að grynnast enn frekar og fara austur suður af landinu á morgun, laugardag. Síðan á ný lægð að nálgast á sunnudag en nú ber svo við að hún virðist frekar saklaus í spám - miðað við atganginn að undanförnu.
Vissara er hins vegar að fylgjast með lægð sem kemur í kjölfar hennar en sú á að fara til norðausturs fyrir suðaustan land og dýpkar væntanlega mikið. Í kjölfar hennar gengur í ákveðna norðanátt hér á landi og sér vart fyrir endann á henni í lengri spám. Munum þó að spár hafa reynst vægast sagt ótryggar upp á síðkastið.
Mjög hefur dregið úr æði heimskautarastarinnar og á kortinu hér að neðan er litarhaft hennar aftur orðið eðlilegt.
Kortið gildir um hádegi á sunnudag og sýnir hæð og vind í 300 hPa fletinum. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, vindur er sýndur með hefðbundnum vindörvum en vindhraði jafnframt í lit. Heimskautaröstin hlykkjast eins og ormur yfir kortið þvert - en fyrir sunnan land.
Sunnudagslægðin getur ekki dýpkað ofan á hæðarkryppunni fyrir sunnan land - en aftur á móti eru mun meiri möguleikar austan megin í lægðardraginu austur af Nýfundnalandi og þar á næsta stórlægð uppruna sinn. Eins og áður sagði eru nú líkur á því að hún fari fyrir suðaustan land (en við skulum samt ekki alveg útiloka annað fyrr en slík verður raunin). Evrópureiknimiðstöðin nefnir 938 hPa við Færeyjar um hádegi á mánudag (hlutirnir gerast hratt). Ætli bætist þá ekki enn við á nafnalista Norðmanna?
Í kjölfar lægðarinnar á röstin að fara í heldur suðlægari stöðu - sem slær á breytileikann hjá okkur. Annars skulum við líka veita athygli austlægum háloftavindum við Norðaustur-Grænland - alveg efst á kortinu. Þar norður af er háloftahæð - ekki stór um sig en skiptir samt máli.
Hún sést vel á kortinu að neðan.
Kortið sýnir norðurskautssvæðið, Ísland er alveg neðst, en norðurskautið rétt ofan við miðju. Heildregnar líkur sýna hæð 500 hPa-flatarins en litirnir sýna hér þykktina. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Kortið er úr reiknimiðstöð bandarísku veðurstofunnar og gildir á sama tíma og fyrra kortið, um hádegi á sunnudag (11. janúar).
Hér sjáum við aðallega kulda - eins og vera ber á norðurslóðum um miðjan vetur. Kuldapollarnir stóru, þann Kanadamegin höfum við kallað Stóra-Bola - en þann á austurhveli Síberíu-Blesa. Á milli þeirra má sjá þriðja pollinn, hann er reyndar gjöf að austan til Stóra-Bola - en verður að fara í sveig í kringum dálitla hæð við Norðaustur-Grænland.
Þetta er ekki mikil hæð - en þvælist fyrir kalda loftinu - hún eyðist (vegna útgeislunarkólnunar) ef hún er kyrr nógu lengi - en annars er hún nærri því ódrepandi - það þarf hlýjan hrygg að sunnan til að veiða hana og draga á brott.
Alla vega virðist sem hæðin verði þarna fram undir næstu helgi. Hún kemur okkur óbeint að gagni - bæði hindrar hún aðsókn stóru kuldapollanna meðan hún er á þessum stað og auk þess þvælist hún fyrir háloftalægðunum suður af - vonandi þannig að verstu átök tengd röstinni haldist fyrir sunnan og austan land.
Norðanáttin ætti því ekki að verða mjög köld (komi hún) fyrr en vel er liðið á næstu viku.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 331
- Sl. sólarhring: 441
- Sl. viku: 2629
- Frá upphafi: 2414293
Annað
- Innlit í dag: 309
- Innlit sl. viku: 2424
- Gestir í dag: 301
- IP-tölur í dag: 295
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Mér skilst að spáð sé hörkufrosti fram að næstu helgi amk. Kannski slær þessi mánuður kuldamet? Ekki virðist þó hætta á úrkomumeti eins og stefndi í eftir úrhellisrigninguna núna fyrr í vikunni, helmings mánaðarúrkoma á einum degi, því það á að vera þurrt með þessum kulda (samkvæmt norsku spánni).
Við fáum sem sé ekkert hitamet þennan mánuðinn.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 10.1.2015 kl. 09:33
Jú, hörkufrost er þar sem vindur er hægur og bjart er í veðri. En um leið og hreyfir vind dettur frostið niður. Loftið yfir landinu næstu daga verður ekki mjög kalt - en sé að marka spár kólnar talsvert á fimmtudaginn - en þá segir evrópureiknimiðstöðin að verði bæði kalt og hvasst um tíma. - En alvöruhláku virðist ekki að vænta á næstunni.
Trausti Jónsson, 11.1.2015 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.