5.1.2015 | 01:13
Stórgert veðurlag
Mjög stórgert veðurlag er nú ríkjandi á Atlantshafi og reyndar báðum megin þess líka. Næsta stóra lægð er væntanleg hingað síðdegis á þriðjudag (6. janúar) og fleiri eru á biðlista. En spár eru mjög reikandi og breytast mikið frá degi til dags, jafnvel þær stuttu. Það er því e.t.v. fulllangt að líta til hádegis á miðvikudag - umfjöllun gæti orðið úrelt strax á morgun (mánudag) - en leyfum okkur það samt.
Hvað sem óvissu líður má samt segja að þetta veðurlag muni halda áfram meðan Kanadakuldapollurinn (sem við köllum oft Stóra-Bola) er að velta sér í skotstöðu. Fram á miðvikudag á kuldinn að mjakast suður í átt til Bandaríkjanna - eins og sjá má á kortinu hér að neðan. Það sýnir spá amerísku veðurstofunnar um veður á hádegi (utc = okkar tími) á miðvikudaginn.
Kortið sýnir alla Norður-Ameríku - Kúba er neðst til hægri og Alaska efst til vinstri. Efri jaðar til hægri snertir vesturströnd Íslands. Jafnhæðarlínur eru heildregnar - því þéttari sem þær eru því meiri er vindurinn í flatarhæð (um 5 km). Hann blæs nokkurn veginn samsíða línunum. Litir sýna þykktina en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs - því meiri sem hún er því hlýrra er loftið.
Gríðarlegur kuldi er yfir vötnunum miklu og mikil kuldastroka langt suður um miðvesturríkin. Þykktin í miðju kuldans er minni en 4800 metrar - talað er um hugsanlegt nýtt lágmarksmet í Chicago (það mun vera um -23 stig). Aftur á móti er mjög hlýtt við vesturströnd álfunnar. Þykktin yfir Suður-Kaliforníu er meiri en 5640 metrar - jöfn því sem mest verður hér á landi um hásumar og yfir Kúbu er hún meiri en 5700 metrar. Munurinn er um 900 metrar.
Á vesturjaðri kuldans er mikið háþrýstisvæði (við yfirborð) á hraðri leið til suðurs. Spár gefa til kynna að miðjuþrýstingur í því fari yfir 1055 hPa - sem er óvenjulegt í Bandaríkjunum - helst að slíkt mælist í Alaska og Kanada. Evrópureiknimiðstöðin teygði sig meira að segja upp í 1060 hPa - möguleikinn er fyrir hendi - en heldur ótrúlegur samt. Á sama tíma á lægðin sem verður í námunda við Ísland að vera í kringum 942 hPa í miðju - vantar ekki nema 2 hPa upp á 120 hPa mun. Við trúum því þó ekki fyrr en á er tekið.
Bylgjurnar sem kuldapollurinn vekur með heimskautaröstinni sveiflast austur um haf og allt til Evrópu. Hryggur þeirrar sem angraði okkur í dag (sunnudag) fór hratt til austurs og sama gerir hryggurinn á undan miðvikudagslægðinni. Sjá má báða þessa hryggi klessta saman á Evrópukortinu hér að neðan - en það gildir á sama tíma og það efra.
Við sjáum þar græna fleyginn fyrir austan land - og svo næsta græna fleyg á undan. Þetta eru hryggirnir tveir. Þeir virðast stranda að nokkru á gríðarlegri kaldri bylgju yfir Austur-Evrópu. Það er mjög kalt í Rússlandi miðju - en ekki eins og vestanhafs. Kuldi sem þessi er ekki óvenjulegur í Rússlandi. Aftur á móti er óvenjulegt hvað kuldinn nær langt til suðurs - rætist þetta verður mikið frost á hásléttum Tyrklands og illviðri halda áfram suður á Miðjarðarhafi austanverðu.
Spár sem ná lengra fram í tímann gera ráð fyrir því að vestanáttin yfir Atlantshafinu muni brjótast austur um - með miklum hlýindum um miðja álfuna - en jafnframt hættu á skammvinnum ofsaveðrum undir heimskautaröstinni. Langtímaspár verið að gera mikið úr styrk rastarinnar eftir miðja vikuna og vindhraða upp fyrir 110 m/s í skotvindi (kjarna) hennar.
Allur þessi mikli öldugangur missir smám saman hlýtt loft upp í efri hluta veðrahvolfsins og norður fyrir meginatganginn - þar myndar þetta loft hæðarhringrás, veikar hæðir og hæðarhryggi sem flækjast um næsta tilviljanakennt - og gætu um síðir hjálpað til að róa veðrið á okkar slóðum. Mikill atgangur er líka í heiðhvolfinu þessa dagana - og þar hefur hlýnað mikið frá því sem var fyrir viku - en þó ekki nóg til þess að brjóta hringrásina þar niður.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 74
- Sl. sólarhring: 329
- Sl. viku: 2841
- Frá upphafi: 2427393
Annað
- Innlit í dag: 56
- Innlit sl. viku: 2544
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.