Baráttan við klakann

Ætli baráttan við vetrarklakann sé ekki að hefjast einmitt núna. Snjór á jörð - hefur fengið að þjappast aðeins í frosti - og svo hláka með slyddu og rigningu - sem stendur svo stutt að ekki dugir. 

Það er ekki mikil huggun í því að snjórinn er ekki orðinn gamall. Svo kemur annar bloti eftir helgina - vonandi meiri ef hann kemur á annað borð.

En kortið hér að neðan sýnir þykktarspá evrópureiknimiðstöðvarinnar kl. 18 síðdegis föstudaginn 5. desember. 

w-blogg051214a

Heildregnu línurnar sýna þykktina. Hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Litirnir sýna hins vegar hita í 850 hPa fletinum - í um 1300 metra hæð yfir sjávarmáli. Það er 5300 metra jafnþykktarlínan sem sleikir Reykjanes. Þessi þykkt dugar í hláku þegar vindur fylgir.

Myndin sýnir vel hversu mjóslegið hlýja loftið er - fleygur sem teygir sig að sunnan norður í kuldann - þessi fleygur er á hraðri austurleið og sólarhring síðar, um kl. 18 á laugardag verður þykktin komin niður í 5180 metra - 120 metrum neðar en á þessu korti. Það eru um 6 stig - og trúlega frost um allt land nema e.t.v. á útnesjum og eyjum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ælla að vona að spáin rætist ekki of stutt hlyjndi. að vísu ekki mikkil snjór skiptr kanski ekki máli nú um stundir fyrir skepnur því menn þurfa ekki að treista á beitina einsog fyr á öldum það eru helst borgarbörninn sem varla meiga sjá klaka. vildi sjálfur vera laus við hann. snjór er í lagi hross géta tekið hann ofan af grasinu en komast síður í gegnum klakan 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 5.12.2014 kl. 10:29

2 identicon

Siggi Stormur spáði rauðum jólum nú fyrir stuutu.

Ég tel hinsvegar að hann muni ekki verða sannspár.  Margt bendir nefnilega til langvarnadi kuldakasts.
Kalt á að vera í veðri fram yfir miðjan mánuð og því mun snjórinn halda velli.
Ólíklegt má því telja að það muni hlýna svo mikið fram að jólum, að snjórinn hverfi, því hitinn þarf að vera yfir 6 stig með úrkomu og talsverðum vindi svo að snjóa leysi.Hvít munu því jólin verða í ár.

Reyndar er veðrið núna alveg eins og veðrið var á sama tíma í fyrra, hlýtt í byrjun mánaðar, svo kólnaði með snjókomu og hélst þannig fram yfir jól, t.d. var talsverð snjókoma dagana 15. 18. des. í fyrra, sem fraus svo og myndaði hinn eftirminnanlega klaka sem hélst á götum hér á höfuðborgarsvæðin fram í mars. Veðrið í ár ætlar að verða nánast eins.

Friðrik Björns (IP-tala skráð) 5.12.2014 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg231124-kosningaspa-ec b
  • w-blogg23124-kosningaspa-ec a
  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 199
  • Sl. sólarhring: 203
  • Sl. viku: 2521
  • Frá upphafi: 2413955

Annað

  • Innlit í dag: 187
  • Innlit sl. viku: 2328
  • Gestir í dag: 176
  • IP-tölur í dag: 175

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband