25.11.2014 | 00:34
Fáein orð um snjóleysi
Spurt var hversu algengt snjóleysi sé í nóvember - og í framhaldi af því hvort snjóleysið á landinu að undanförnu sé óvenjulegt. Þar sem athuganir á snjó skila sér aldrei alveg allar jafnóðum (því miður) er erfitt að negla niður svar varðandi snjóleysið nú. Í morgun (mánudaginn 24. nóvember) var flekkótt jörð á aðeins einni veðurstöð landsins - annars var alautt.
Svo virðist sem hvergi hafi orðið alhvítt í byggð síðustu 12 daga (með áðurnefndum fyrirvara). Skrá um daglegar snjóhuluathuganir er talin nokkuð áreiðanleg aftur til ársins 1967 og auðvelt er að leita í henni að upplýsingum um snjóhulu - og þá sérstaklega hversu marga daga við finnum í röð þegar hvergi er alhvítt á landinu. Flekkótt jörð látin liggja milli hluta.
Þegar fyrirspurn er rennt í gegnum töfluna kemur í ljós að frá og með nóvember til og með apríl eru langar syrpur daga þar sem hvergi er alhvítt beinlínis sárasjaldséðar.
Í nóvember áranna 1967 til 2013 finnast ekki nema fimm vikulangar syrpur eða lengri. Sú lengsta var 11 daga löng og endaði 12. nóvember 1980. Syrpan í ár er orðin lengri. - En nú verðum við aðeins að gæta okkar. Nóvembersyrpur geta nefnilega náð inn í desember og ef við flettum því upp finnst ein slík - hún endaði 4. desember 2002 og var 14 daga löng. Sjónarmun lengri en núverandi syrpa er þegar þetta er skrifað. Þrjár aðrar syrpur, vika eða lengri eru í desember.
Í janúar er ein mjög löng syrpa, 13 dagar. Hún endaði 13. janúar 1972, byrjaði sum sé á gamlársdag 1971. Næstlengstu janúarsyrpurnar (3 að tölu) eru aðeins þriggja daga langar og lengsta febrúarsyrpan er ekki nema 5 daga löng (endaði 28. febrúar 2006). Mars á eina sjödagasyrpu (endaði þann 3. 1972) og sú lengsta í apríl er 11 dagar, endaði þann 26. árið 2003.
Við höfum sumsé verið að upplifa óvenjulegt snjóleysi síðustu tvær vikurnar.
Það gerist hins vegar endrum og sinnum að aldrei er alhvítt í Reykjavík í nóvember eða á 6 til 7 ára fresti að jafnaði. Á Akureyri var nóvember síðast snjólaus 1987, en nóvember í ár er alls ekki inni í þeirri keppni því alhvítt var á þar í nokkra daga fyrr í mánuðinum.
Ólíklegt er, en ekki alveg útlokað ennþá, að nóvember í ár verði sá snjólausasti á landinu í heild - keppnin er mjög óvægin, snjóhula var t.d. ekki nema 8 prósent í byggð í nóvember 1960 og 10 prósent 1933.
Mest var snjóhulan í nóvember 1969, 75 prósent, og 74 prósent 1930.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 168
- Sl. sólarhring: 451
- Sl. viku: 2322
- Frá upphafi: 2409966
Annað
- Innlit í dag: 139
- Innlit sl. viku: 2075
- Gestir í dag: 137
- IP-tölur í dag: 133
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.