Kalt loft í heimsókn (eða nærri því)

Hlýtt var á landinu í dag (fimmtudaginn 6. nóvember). Það sést vel á kortinu hér að neðan en það sýnir hita og vind í 925 hPa-fletinum auk hæðar hans nú kl. 21 í kvöld. 

w-blogg071114a

Í dag var flöturinn í 400 til 500 metra hæð og var frostlaust yfir nær öllu landinu og ekki nema lítilsháttar frost á Vestfjörðum (sjá litakvarðann - hann batnar sé kortið stækkað). Mikill vindstrengur nær inn á Vestfirði og nær yfir mestallt Grænlandssund. Þar liggur fleygur af köldu lofti til suðvesturs.

Enn kaldara loft sækir að úr norðri og þvingar það hlýja til suðausturs og austurs á morgun (föstudag og laugardag). Það gengur ekki alveg átakalaust fyrir sig og verður víða nokkuð hvasst af norðaustri með aðsókn kalda loftsins.

Eins og sjá má á kortinu að neðan hafa talsverð umskipti orðið á hitanum á laugardagskvöld.

w-blogg071114b

Þá verður komið frost um land allt í 925 hPa - flöturinn hefur að vísu hækkað um 300 metra. Aðalátökin sem voru í Grænlandssundi á fyrra korti eru nú við Austurland. En vindur tekinn að ganga niður vestanlands. Sé lega vindáttar og jafnhitalína gaumgæfð má sjá að kalda loftið sækir enn mjög til suðurs fyrir vestan land (vindur liggur því sem næst þvert á jafnhitalínurnar).

Í vindstrengnum austan við land eru vindur og jafnhitalínur meira samsíða - þar stendur í járnum. Norður af landinu er ástandið mitt á milli. Horn er á milli vinds og jafnhitalína og kalt loft þar enn í framsókn - en evrópureiknimiðstöðin segir okkur samt að vindurinn og jafnhitalínurnar stefni í meiri samstöðu - þá í austanvindi. Sé það rétt hjá reiknimiðstöðinni tekur við staða þar sem kuldinn bíður átekta en leggur ekki í frekari sókn - og hörfar síðan aftur til norðurs án þess að kaldasta loftið nái hingað til lands. Við vitum ekkert hvernig það fer og bíðum átekta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.5.): 351
 • Sl. sólarhring: 356
 • Sl. viku: 1897
 • Frá upphafi: 2355744

Annað

 • Innlit í dag: 328
 • Innlit sl. viku: 1752
 • Gestir í dag: 308
 • IP-tölur í dag: 307

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband