Vetur nálgast

Þegar þetta er skrifað (miðvikudagskvöld 5. nóvember) er útlit fyrir tvo hlýja daga framundan á landinu. - Það er svosem ekki verið að spá neinum sérstökum kuldum eftir það - en samt er farið að hringla í hlekkjum vetrarins norðurundan - kuldapollarnir miklu eru að ná sér á strik fyrir alvöru. 

Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um 500 hPa hæð og þykkt á mestöllu norðurhveli á föstudag, 7. nóvember, kl. 18.

w-blogg061114a

Ísland er rétt neðan við miðja mynd. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, því þéttari sem þær eru því meiri er vindurinn í um 5 km hæð. Þykktin er sýnd með litum (kvarðinn batnar sé myndin stækkuð), en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. 

Hægt er að fylgja hesi heimskautarastarinnar meginhluta hringsins og má sjá að bylgjur eru nokkuð háreistar og mestu hryggirnir stinga sér langt norður í höf og pikka þar í stóru kuldapollana þrjá. Kuldapollarnir eru þar með á nokkurri hreyfingu og ekki gott að segja hvert þeir leggja sína leið - en virðast þó ekki ógna okkur að svo komnu máli. 

Þeir sem fylgjast grannt með veðurfréttum vita að lítið heyrist um herfarir kuldapollanna nema þeir ryðjist inn á svæði þar sem þéttni fréttamanna er mikil. Evrópa er sem stendur í allgóðu skjóli flókins hæðarhryggjar - en Norður-Ameríka er meira opin fyrir skotum að norðan. 

Fyrir nokkrum dögum minntust hungurdiskar á ofurlægð sem spáð er yfir Aljúteyjar vestanverðar nú á föstudag/laugardag. Örin á myndinni bendir á háloftabylgjuna sem fylgir henni. Spár eru orðnar nokkuð sammála um að hún fari niður fyrir 930 hPa og að hún eigi enn möguleika á að verða dýpsta lægð allra tíma á N-Kyrrahafi og dýpsta nóvemberlægð norðurhvels. En í reynd er erfitt að slá met og við látum ameríska bloggfélaga um að færa fréttir af endanlegri niðurstöðutölu í þessari keppnislotu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg141124b
  • w-blogg141124b
  • w-blogg141124a
  • w-blogg141124i
  • w-blogg121124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 394
  • Sl. sólarhring: 400
  • Sl. viku: 2656
  • Frá upphafi: 2410645

Annað

  • Innlit í dag: 310
  • Innlit sl. viku: 2341
  • Gestir í dag: 280
  • IP-tölur í dag: 266

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband