Ein í öflugri kantinum (- en ekki orðin að veruleika)

Nú er (rétt einu sinni) illvígur fellibylur á ferð yfir Kyrrahafi vestanverðu. Hann er kallaður Nuri og rauk í dag (mánudaginn 3. nóvember) skyndilega upp í styrkleikaflokk 5 - en í slíkum er mesti 1-mínútu meðalvindur meiri en 80 m/s (og meira að segja íslenskum vindhaukum bregður í brún). Það er eins með vesturkyrrahafsfellibylji sem þá atlantshafsku að þeir ná sé stöku sinnum á strik sem ofurlægðir. Evrópureiknimiðstöðin segir Nuri verða að einni slíkri á föstudaginn (7. nóvember). 

Kortið hér að neðan (batnar lítt eða ekki við stækkun) sýnir spá reiknimiðstöðvarinnar [úr runu frá kl. 12 í dag] og gildir hún á föstudagskvöld kl. 24. Þá á lægðin að vera um 917 hPa í lægðarmiðju - sannarlega óvenjuleg tala. Svo óvenjuleg raunar að gamlir ryðkláfar eins og ritstjórinn eiga erfitt með trú sína og finnst harla ólíklegt að svona lágur þrýstingur náist - þótt við hinar illræmdu Aljúteyjar sé. Kanadíska veðurstofan er heldur hógværari (og líklegri?) í sinni spá - þar er lægstur þrýstingur í sömu lægðarmiðju um 945 hPa. 

w-blogg041114 

Að sögn sérfróðra er lægsti þrýstingur sem mælst hefur í Alaska 926 hPa, við Dutch Harbour á Aljúteyjum og St Paul á austanverðum Aljúteyjum - talsvert langt frá nurilægðinni - hún plagar vestlægustu eyjarnar einna mest. Metið er frá 25. til 26. október 1977. Sagt er að að illviðri verði verst og séu tíðust á þessum slóðum síðla hausts - frekar en um miðjan vetur eins og hér á landi. Stafar þessi munur af hegðan heimskautarastarinnar - ætti e.t.v. að fjalla um það mál á hungurdiskum? 

En fari svo ólíklega að þessi spá rætist gæti hér orðið um dýpstu lægð allra tíma í nóvember að ræða - norðan hitabeltis - það er að segja. Lægsti þrýstingur sem mælst hefur hér á landi í nóvember er talsvert hærri en þetta, 940,7 hPa sem mældust í Vestmannaeyjum 18. nóvember 1883 (og hungurdiskar hafa áður um fjallað). Dýpri lægðir hafa þó verið á ferð hér við land í nóvember. Sagt var að lægðin sem kennd er við Edduslysið á Grundarfirði 16. nóvember 1953 hafi verið 928 hPa í lægðarmiðju - þá skammt fyrir vestan land. Eitthvað hafa menn fyrir sér varðandi þá tölu - hún birtist í fáséðu riti þýsku um illviðri á íslandsmiðum. 

Um styrkleikakvarða fellibylja má t.d. lesa í gömlum fróðleikspistli á vef Veðurstofunnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg141124ii
  • w-blogg141124b
  • w-blogg141124b
  • w-blogg141124a
  • w-blogg141124i

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 20
  • Sl. sólarhring: 422
  • Sl. viku: 2382
  • Frá upphafi: 2410684

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 2098
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband