Vindsnúningur (í háloftunum)

Vindur er nú (seint miðvikudagskvöldið 8. október) af norðaustri allt upp fyrir 12 kílómetra hæð yfir landinu. 

En þetta ástand varir ekki lengi - strax á föstudag kunna breytingar að vera í aðsigi.

w-blogg091014a

Hér má sjá spá hirlam-líkansins um vinda í 300 hPa og hæð flatarins um hádegi á föstudag. Jafnhæðarlínur eru heildregnar og eru merktar í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Flöturinn er ekki fjarri 9 kílómetra hæð. Hefðbundnar vindörvar sýna vindátt og styrk, en litafletir sýna hvar vindurinn er mestur og eru mestu vindstrengirnir fjarri okkur að þessu sinni (kvarðinn batnar við stækkun).  

En - við Norður-Grænland er lægðardrag sem reiknimiðstöðvar segja okkur að fylgjast með (bláa örin bendir á það). Þar mun (séu spár réttar) snarast út lítill kuldapollur sem á síðan að fara beint suður til Íslands um helgina. Þykktar- og hitaspár segja okkur að það muni kólna um 10 til 13 stig. Það býður upp á frost mjög víða - kannski að við fáum að sjá fyrstu tveggja tölustafa frosttölur haustsins á landinu. Um úrkomuna segir fátt áreiðanlegt enn sem komið er.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii
  • w-blogg141124b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 249
  • Sl. sólarhring: 375
  • Sl. viku: 2643
  • Frá upphafi: 2411269

Annað

  • Innlit í dag: 211
  • Innlit sl. viku: 2278
  • Gestir í dag: 202
  • IP-tölur í dag: 200

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband