Áhugalítill október

Október er sá mánuður ársins sem minnstan áhuga hefur sýnt á hlýnun síðustu 15 til 20 ára. Hiti það sem af er öldinni er að vísu hærri heldur en að meðaltali 1961 til 1990 - en mun minna en sést aðra mánuði ársins. Það er helst að maí sé bróðir hans í áhugaleysinu. 

Við skulum til gamans líta á mynd sem sýnir meðalhita í október í Reykjavík frá ári til árs auk 10 og 30-ára keðjumeðaltala. 

w-blogg071014

 Jú, heildarleitni er til staðar - en öfugt við aðra mánuði ársins er sá kaldasti á hægri hlið línuritsins en sá hlýjasti vinstra megin miðju. Hlýindin miklu á miðri 20. öld byrjuðu yfirleitt á árunum 1921 til 1927, en í október byrjuðu þau ekki fyrr en undir 1940. - Jafnhlýjasta tímabilið var í kringum 1960. 

Menn klóra sér nokkuð í höfðinu út af þessu sérsinni mánaðarins (og ættu að gera það) - en það er alveg staðreynd samt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-blogg300325a
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 70
  • Sl. sólarhring: 390
  • Sl. viku: 1602
  • Frá upphafi: 2457157

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 1469
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband