Litið á háloftaspána (smáfroða)

Eins og fjallað var um í pistli gærdagsins er nú útlit fyrir að háloftalægðardragið sem hefur verið að færa okkur hráslagann undanfarna daga mjaki sér suður fyrir land og að vindur snúist þar með til eindreginnar austanáttar. Við lítum á stöðuna eins og evrópureiknimiðstöðin gerir ráð fyrir að hún verði á mánudaginn, 6. október.

w-blogg051014a

 Kortið ætti að vera kunnugt föstum lesendum hungurdiska. Heildregnar línur sýna hæð 500 hPa-flatarins, því þéttari sem þær eru því stríðari er vindur sem blæs samsíða þeim. Litafletir sýna þykktina. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Kvarðinn er ekki með á þessari úrklippu - en skipt er um lit á 60 metra bili. Mörkin milli grænu og gulu litanna er við 5460 metra þykkt - þar má lauslega setja mörk á milli sumar- og haustástands. 

Eins og við er að búast ná gulu litirnir ekki til okkar á kortinu - en þó telur reiknimiðstöðin að við fáum svo hlýtt loft til landsins úr austri og suðaustri á þriðjudaginn - en það stendur ekki lengi við - en samt. Austanáttin er mjög öflug við landið á kortinu en síðan dregur úr og vindur snýst meira til norðausturs. Eftir miðja viku á háloftahryggur að vera yfir landinu - og spurning er hvort kaldara loft aftur nær til okkar um næstu.  

Rétt eins og oft í sumar er mjög hlýtt loft yfir Skandinavíu austanverðri - þar situr enn fyrirstöðuhæð (hefur að vísu ekki setið þar allan tímann).

Bláu litirnir byrja við 5280 metra, 180 metrum neðan við sumarhitann - þetta bil jafngildir um það bil 9 stiga hitamun. Spáruna dagsins hjá evrópureiknimiðstöðinni gerir ráð fyrir því að blár litur leggist aftur að landinu um næstu helgi - en allt of snemmt er að velta vöngum yfir því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • w-blogg250524b
 • w-blogg250524a
 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (27.5.): 5
 • Sl. sólarhring: 319
 • Sl. viku: 1845
 • Frá upphafi: 2357238

Annað

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 1724
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband