Í leit ađ hausti 6 [úrkoma - slydda - snjór]

Haustleitin heldur áfram. Viđ lítum í dag á úrkomumagn - og skiptin yfir í slyddu og snjókomu. Hvenćr verđa ţau? Eykst úrkoman snögglega á haustin?

w-blogg210914a 

Ţessi mynd sýnir uppsafnađa, daglega úrkomu á öllum veđurstöđvum 1949 til 2013. Lóđrétti ásinn sýnir magniđ - en tölurnar skipta ekki máli í ţessu samhengi. Ţađ sem viđ viljum frćđast um er hversu úrkoman breytist frá degi til dags, hlutfallslega. Lárétti ásinn sýnir mánuđi ársins, reyndar bítur áriđ í halann á sér - 18 mánuđir eru á kvarđanum. Viđ sjáum árstíđirnar í heild betur međ ţessu lagi heldur en ađ klippa um áramótin til beggja handa. 

Grái ferillinn sýnir alla úrkomu. Viđ sjáum ađ á vorin og fram eftir sumri er úrkoman um helmingur ţess sem gerist á síđari hluta ársins. Reyndar virđist draga úr úrkomunni strax frá ţví um miđjan nóvember frá ţví sem hún er mest í októbermánuđi. Á ţessari mynd er 15. október úrkomumesti dagur ársins - en 4. júní sá ţurrasti. Viđ skulum hafa í huga ađ snjór skilar sér áberandi síđur í úrkomumćla heldur en regn - úrkoma yfir veturinn er ţví trúlega talsvert vanmetin. 

Ártíđasveifla úrkomunnar rćđst mest af stöđugleika lofts, rakamagni og vindhrađa. Loft er ađ jafnađi stöđugast á vorin, auk ţess sem ţá dregur úr vindhrađa. Stöđugleikinn og rakamagn ákvarđa ákefđ úrkomunnar - en vindur stuđlar ađ ţví ađ fćra rakt loft ađ sunnan til norđurs ţar sem ţađ ţéttist - auk ţess sem hann hefur mjög mikil áhrif á myndun úrkomu viđ fjöll - hann kemur í sífellu međ rakt loft upp ađ fjalli, stuđlar ađ ţví ađ ţađ lyftist ţar og skili rakanum sem úrkomu til jarđar. Fjalla- og skilaúrkoma er ţví meiri ţann tíma ársins sem vindur er meiri - og ţegar hvađ styst er í mjög hlýtt loft fyrir sunnan land. Skúraţáttur úrkomunnar er hins vegar tvískiptur - annar vegar er hann stór yfir blásumariđ - ţá er loft óstöđugast yfir landi og síđan aftur á vetrum ţegar sjór er hlýjastur miđađ viđ loft yfir honum. 

Á myndinni sjáum viđ ađ haustiđ einkennist af vaxandi úrkomu, en hvenćr byrjar ţađ á myndinni? Ţađ er engin ein dagsetning sem ćpir á okkur og segir: Haustiđ byrjar hér. En samt er greinilegt ađ einhver breyting verđur um og upp úr miđjum ágúst - kannski ađ höfuđdagurinn (29. ágúst) henti sem upphafsdagur „haustrigninga“.  

Blái ferillinn á myndinni sýnir árstíđasveiflu slyddu- og snjókomumagns. Ferillinn byrjar ađ hreyfast upp á viđ í september, en talsvert stökk verđur í kringum 24. október. Ţá settu forfeđur okkar fyrsta vetrardag. Menn eru ţó sammála um ţađ haustiđ hljóti ađ byrja fyrr - en greinileg ţáttaskil verđa nćrri fyrsta vetrardegi. Ţađ er skemmtilegt ađ samsvarandi ţrep á vorin er í kringum sumardaginn fyrsta. 

Hin myndin sem viđ lítum á í dag sýnir hlut snjókomu og slyddu í heildarúrkomunni.

w-blogg210914b 

Hér sýnir grái ferillinn hlut slyddu og snjókomu samanlagt í heildarúrkomu hvers dags. Hér sést ţrepiđ í kringum 24. október mjög vel - en annađ ţrep, í kringum 15. september, er líka býsna áberandi. Blái ferillinn sýnir snjókomuna eina og sér - ţar er ekkert sérstakt ţrep í síđari hluta október - frekar ađ slíkt finnist í kringum miđjan desember. Fyrir 15. september má heita ađ snjókomuhlutfalliđ sé í núlli. Hćst er hlutfalliđ í kringum jól og áramót - hvort ţađ er raunverulegt hámark eđa tilviljanakennt vitum viđ ekki. 

Samandregiđ má segja ađ viđ sjáum hér ţrjá áfanga í komu haustsins. (i) Úrkoma vex síđari hluta ágústmánađar, (ii) um miđjan september fer ađ bera á slyddu í úrkomunni og snjór fer ađeins ađ gera vart viđ sig og (iii) um 25. október stekkur tíđni slyddu og snćvar upp - síđasti hluti haustsins tekur ţá viđ (veturinn ákveđum viđ ađ árstíđirnar séu ekki nema tvćr). 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg031124c
  • w-blogg031124b
  • w-blogg031124a
  • w-blogg311024a
  • w-blogg311024b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 68
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 1493
  • Frá upphafi: 2407616

Annađ

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 1321
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband