Mistur

Í tilefni eldmistursins rifjum viđ upp:
 
Mistur hér á landi er af ýmsum toga. Stundum er ţađ upprunniđ á heimaslóđ sem moldrok úr söndum landsins og er sandgult eđa grábrúnleitt verđi ţađ mjög ţétt. Hingađ berst einnig mistur frá Evrópu, ţađ er ađ jafnađi bláleitara en ţađ innlenda. Er ţađ ýmist iđnađar- eđa gróđureldamistur. Dćmi eru einnig hérlendis um skógareldamistur frá Ameríku. Saltmistur liggur oft yfir landinu í miklum og ţurrum vestanstormum og jafnvel í nokkra daga eftir ađ ţeim slotar. Ţađ er hvítleitt. Mistur myndast einnig í eldgosum og var ţađ sérstaklega útbreitt í Kröflueldum í júlí 1980 og náđi ţá um mestallt land ţví vindur var hćgur. Erfitt er ađ greina eldmistur og erlent mengunarmistur ađ í sjón. [Úr óútgefinni veđurbók trj] 
 
Mistur myndast einnig í eldgosum og var ţađ sérstaklega útbreitt í Kröflueldum í júlí 1980 og náđi ţá um mestallt land ţví vindur var hćgur. Var ótrúlegt hversu mikiđ mistriđ var frá ţessu litla gosi. Ritstjórinn man óljóst eftir mistri samfara Öskjugosinu 1961 en ekki frá öđrum gosum. Misturshámark kom fram í veđurathugunum á landinu samtímis báđum gosunum. Engar mćlingar voru gerđar á styrk brennisteinssambanda - og enginn hafđi áhyggjur af ţví - svo vitađ sé. 
  
Í ritinu „Vedrattu-toflur“ [Veđurstofan gaf ţćr loks út 2010 - og afhendir hverjum sem vill - gegn vćgu gjaldi] lýsir Sveinn Pálsson náttúrufrćđingur mistri sem hann fylgdist međ úr Viđey í mars 1792:
 
„Ţann 3ia og nockra daga á eptir var undarligt mistr nedst í loptinu; svo valla sáuz nćrstu fiöll. Mistr er alkunnugt á Sudrlandi, og segia ţeir félagar Eggert og Biarni í Ferdabók sinni s. 8: ad ţad komi frá eydisöndum fyrir austan Ţiórsá, en ţetta kalla menn almennt mor og ryk. Adra art misturs kalla menn brimreyk og módu og siést hún opt sydra /:siá Maji mánud:/, en hverugt ţessara var hid ádr umgetna, heldr veruligt eldmistr sem 1783, bláleitt á lit med brennisteins fýlu“. 
 
Hér kallar hann rykmistriđ „mor og ryk“ og saltmistriđ „brimreyk“ - (síđar brimmistur). Hvort einhvers stađar var eldur uppi 1792 veit ritstjórinn ekki.  
 
Maíkaflinn sem Sveinn vísar til er svona - eyjan sem vísađ er til er Viđey:
 
„Ţann 26ta var skrítid vedr: Fyrst var hćg austan kylia og nćrţví heidríkt, sídan logn og ţunnr blikubacki í sudri um hádegid, um nón var allr sudr partr lopts ordinn skýadr, og fylgdi ţar med ćrna brimmistr /:siá Martii mánud:/, vindr frá sudri fyri sunnan eyna, en á nordan fyri nordan hana og út til hafs, í meira lagi, ţetta vindastríd varadi í nćrri eikt, og feck sá fyrri um sídir yfir hönd og geck í vestr, eptir ţví óx mistrid. Heyrdi eg landfógeta Skúla opt tala um ţetta mistr, ad ţad mundi koma yfir haf frá Skotlandi edr ödrum ókunnari stödum, ţví á sióferdum sínum qvadst hann alltíd hafa adgićtt ţad med landsynníngi, jafnvel diúpt í hafi úti, hérum verdr víst ekki sagt ad sinni, en víst er ţad kémr ecki sydra nema med sudaustan – sunnan – og vestan – átt, og er alldeilis rakalaust ad finna“.
 
Frćgasta mistur Íslandssögunnar er tvímćlalaust móđan í „móđuharđindunum“. Hún kemur vel fram í veđurathugunum Rasmusar Lievog stjörnuathugunarmeistara í Lambhúsum viđ Bessastađi. Taflan sýnir fjölda athugana ţar sem mistur er „ađalveđur“ í athugunum hans og sést greinilega hversu mjög áriđ 1783 greinir sig frá öđrum árum á ţví tímabili athugana sem ađgengilegar eru. Á árunum 1779 til 1785 athugađi Lievog ţrisvar á dag, en fjórum sinnum áriđ 1789. 
 

 

jan

feb

mar

apr

maí

jún

júl

ágú

sep

okt

nóv

des

1779

-

-

-

-

-

-

-

-

0

0

0

0

1780

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

1781

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

1782

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

0

1783

0

0

0

0

0

17

33

32

9

1

11

0

1784

0

0

0

0

0

0

2

2

1

0

0

0

1785

0

0

0

1

3

1

-

-

-

-

-

-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

1789

3

0

0

0

8

6

1

3

0

1

0

0

 
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einkennilegt hvađ ein af uppáhaldsstöđvum Veđurstofunnar og fréttastofa kemst upp međ. Ţetta er sú auma stöđ Egilsstađaflugvöllur, enda kölluđ sm stöđ sem gćti alveg útlagst sem smánarleg stöđ. Ţar var ţoka í nótt og morgun en ekki tilgreint skyggni. Annarsstađar verđur skyggni ađ vera minna en 1 km ef ţoka er talin. Held ađ Egilsstađaflugvöllur tilgreini ekki mistur ţó mikiđ mistur eđa reykur bćrist ţar yfir frá eldgosi. Ţó 2 mannađar úrkomustöđvar séu á Hérađi, ţá koma litlar upplýsingar um slíkt dags daglega ţrátt fyrir ađ stöđin á Svínafelli sýnist ágćt.

Óskar J. Sigurđsson (IP-tala skráđ) 18.9.2014 kl. 11:05

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Egilsstađaflugvöllur - af sjálfvirku stöđinni er allt gott ađ frétta og athugunum hennar er tekiđ af fögnuđi á Veđurstofunni. Sú samsuđa sem birtist í listum og stundum í fjölmiđlum og kallađ Egilsstađaflugvöllur er bastarđur sem helst enginn vill eiga - gögn frá henni fara ekki inn í megingagnatöflur. Ekki mikiđ uppáhald hjá okkur í úrvinnslunni - síđur en svo. Skortur er á veđurathugunum frá Hérađi - sjálfvirku stöđvarnar á Egilsstađaflugvelli og Hallormsstađ gefa ţó góđar upplýsingar um hita, loftţrýsting og vind - og oftast eru úrkomumćlingar ţeirra í lagi. Úrkoma er mćld á Svínafelli og skilar sér oftast. Stöđin viđ Grímsárvirkjun er aftur á móti aflögđ. Engar upplýsingar er ađ fá um skyggni, veđur og ský í formi venjulegra athugana. Ţó eru ţessi atriđi athuguđ á flugvellinum og má sjá ţćr athuganir síđustu 3 til 4 klukkustunda á vefnum: http://www.vedur.is/vedur/flugvedur/metar/. Skammstöfun Egilsstađaflugvallar er BIEG. Skyggni yfir 10 km er ekki tilgreint nánar.

Trausti Jónsson, 18.9.2014 kl. 23:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii
  • w-blogg141124b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.11.): 15
  • Sl. sólarhring: 234
  • Sl. viku: 2259
  • Frá upphafi: 2411679

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1923
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband